Stjórn fiskveida 2019/2020 - Lög og reglugerðir

Stjórn fiskveiða 2019/2020 – Lög og reglugerðir 108 4. gr. □ 1 Um lágmarksfjölda íláta sem tekin eru í úrtak úr afla hverrar tegundar af ísuðum botnfiski fer skv. þessari grein þegar vigtun er framkvæmd á þann veg að hvert kar er brúttóvigtað við endurvigtun afla á fiskmarkaði □ 2 Aðskilja skal fisk og ís úr þeim ílátum sem valin eru í úrtak og vigta ísinn eða fiskinn. Hlutfall íss í úrtaki skal reiknað með eftirfarandi aðferð: Brúttóafli í ílátum, þ.e. afli og ís að frádregnum þunga íláta, mínus nettóþungi fisks, þ.e. afli mínus ís, margfaldað með 100, deilt með brúttóþunga fisks í ílátum. Nettóþungi afla skal fundinn með því að draga reiknað hlutfall íss frá brúttóþunga (afli og ís) hvers fulls íláts að viðbættum nettóþunga afla úr þeim ílátum sem ekki eru full. Lágmarksfjöldi íláta sem tekin eru í úrtak. Ísaður botnfiskur Heildarfjöldi íláta með afla Stór kör Lítil kör Kassar 1 1 1 1 2 2 2 2 3 2 2 2 4 3 3 3 5 3 3 3 6 3 3 3 7 3 3 3 8 4 4 4 9 4 4 4 10 4 4 4 11 4 4 4 12 4 4 4 13 4 4 4 14 4 4 4 15 4 4 4 16 4 4 4 17 4 4 4 18 og yfir 5 5 5 5. gr. □ 1 Ef afli er geymdur í ískrapa skal vigta allan aflann. Með geymslu í ískrapa er átt við fisk sem geymdur er í blöndu af ís (t.d. skelís) og vökva (vatni eða sjó) í vökvaheldu íláti. 6. gr. □ 1 Um lágmarksúrtak við vigtun á hverri tegund afurðar sem unnin er um borð í fiskiskipum fer skv. þessari grein. Úrtak skal tekið fyrir hverja tegund afurðar þannig að það gefi sem réttasta mynd af framleiðslunni. Ef afurð er í fleiri en einni tegund umbúða, skal vigta sérstaklega afurðina í hverri tegund umbúða. □ 2 Um vigtun á rækju, annarrar en þeirrar skilgreind er í 33. gr. reglugerðar nr. 224, 14. mars 2006, um vigtun og skráningu sjávarafla, 1) fer samkvæmt ákvæðum þessarar greinar. 1) Með rg. 745/2016, sbr. 1011/2017, 91/2018, 617/2018 og 436/2019, var úr gildi felld rg. 224/2006.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==