Stjórn fiskveida 2019/2020 - Lög og reglugerðir

Stjórn fiskveiða 2019/2020 – Lög og reglugerðir 86 sérhverja bilun á búnaði til skráningar rafrænnar afladagbókar eða til sendingar upplýsinga úr rafrænni afladagbók án ástæðulauss dráttar. 6. gr. □ 1 Skipstjórum er skylt að skrá eftirfarandi upplýsingar í afladagbækur: 1. Nafn skips, skipaskrárnúmer og kallmerki. 2. Veiðarfæri, gerð og stærð. 3. Staðarákvörðun (breidd og lengd) og tími þegar veiðarfæri er sett í sjó. 4. Afli eftir magni og tegundum. 5. Veiðidagur. 6. Löndunarhöfn. 7. Sjófugl eftir fjölda og tegundum. 8. Sjávarspendýr eftir fjölda og tegundum. □ 2 Upplýsingar um magn afla eftir tegundum skulu áætlaðar og skráðar eins nákvæmlega og unnt er. □ 3 Ef fleiri en eitt skip stunda veiðar með sama veiðarfærið, skal færa í afladagbók hvers hlutaðeigandi skips í samræmi við þessa reglugerð. Einnig skal skrá hvaða skip önnur stunda veiðarnar. Einungis skal skrá þann afla sem tekinn er um borð í viðkomandi skip. □ 4 Ef afli í uppsjávartegundum er fluttur milli skipa, er skylt að skrá í afladagbækur beggja hlutaðeigandi skipa upplýsingar um magn eftir tegundum, og eftir atvikum afurðum, á milli hvaða skipa aflinn er fluttur og hvort skipanna er veiðiskip aflans. □ 5 [Við slátt á klóþangi ( Ascophyllum Nodosum ) skal færa í afladagbók hvers skips, þ.m.t. pramma, upplýsingar um magn þangs (blautvigt) sem tekið er innan netlaga hverrar fasteignar (sjávarjarðar). Hlutaðeigandi landeigandi á rétt á aðgangi að upplýsingum úr afladagbók um þang- slátt fyrir sinni landareign.] 1) □ 6 Að auki ber að færa í afladagbækur aðrar upplýsingar sem kveðið er á um í afladagbókunum sjálfum eða leiðbeiningum Fiskistofu varðandi færslu rafrænna afladagbóka og skulu færslur í afladagbókum vera í samræmi við leiðbeiningar Fiskistofu. □ 7 Skipstjóri skal með undirritun sinni staðfesta færslur á hverri síðu í afladagbók. Í rafrænum afladagbókum skal vera kvittun skipstjóra fyrir færslum. 1) Rg. 746/2016, sbr. 92/2018. 7. gr. □ 1 Upplýsingum um afla sem fæst í hverju hali/kasti skal færa í afladagbók svo skjótt sem verða má. Óheimilt er skipstjóra að eiga ólokið skráningum vegna fleiri en fimm hala/kasta áður en næsta hal eða kast er tekið um borð. □ 2 Í upphafi hverrar veiðiferðar skal byrja á nýrri síðu í afladagbók. Í rafrænum afladagbókum skulu færslur vegna hverrar veiðiferðar aðgreindar með greinilegum hætti. □ 3 Við línu-, neta-, og handfæraveiðar er heimilt að færa fleiri en eina veiðiferð á hverja síðu í afladagbók. Þó skal færa heildarafla hvers sólarhrings sérstaklega. Við þessar veiðar er ekki nauðsynlegt að færa í samræmi við 3. lið 6. gr. að öðru leyti en tíma þegar veiðar hefjast og lýkur og veiðisvæði. Það á þó ekki við um færslur í rafrænar afladagbækur. □ 4 Í lok hverrar veiðiferðar og áður en lagst er að bryggju skal afladagbók skips vera að fullu færð. 8. gr. □ 1 Skipstjóra er skylt að veita eftirlitsmönnum Fiskistofu og starfsmönnum Landhelgisgæslu Íslands aðgang að rafrænni afladagbók og aðstoð við að sannreyna upplýsingar sem færðar hafa

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==