Stjórn fiskveida 2019/2020 - Lög og reglugerðir

Reglugerð nr. 746/2016, um afladagbækur 87 verið í afladagbókina. Sama gildir um skipstjóra sem heimild hefur til að færa afladagbók á bókarformi. 9.gr. □ 1 Upplýsingar úr rafrænum afladagbókum skal senda til Fiskistofu aldrei síðar en innan tveggja vikna frá lokum hvers mánaðar. Fiskistofa getur framlengt skilafrest um allt að fjórar vikur vegna sérstakra aðstæðna, s.s. langra veiðiferða, bilunar í tölvu- eða sendingarbúnaði skips eða ef veiðar eru stundaðar langt frá Íslandi. □ 2 Skylt er að senda útfyllt og undirritað frumrit afladagbókareyðublaðs til Fiskistofu innan tveggja vikna frá lokum hvers mánaðar. Fiskistofa getur framlengt skilafrest um allt að fjórar vikur vegna sérstakra aðstæðna s.s. langra veiðiferða, eða ef veiðar eru stundaðar langt frá Íslandi. □ 3 Rafræn afladagbók skal ávalt vera um borð í fiskiskipi á meðan veiðiferð stendur og þar til að löndun og vigtun afla þess hefur verið lokið. □ 4 Afladagbók á bókarformi skal ávallt vera um borð í þeim fiskiskipum þar sem heimilað hefur verið að færa slíka afladagbók og skal afrit af henni geymt um borð í skipinu í a.m.k. 2 ár frá því að frumritum var skilað til Fiskistofu. 10. gr. □ 1 Fiskistofa skal veita áminningar og svipta skip leyfi til veiða í atvinnuskyni, fyrir brot á reglugerð þessari eftir því sem nánar er um mælt í lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða. 11. gr. □ 1 Brot á reglugerð þessari varða viðurlögum samkvæmt lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, og lögum nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands. □ 2 Með mál út af brotum skal farið að hætti opinberra mála. 12. gr. □ 1 Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða og laga nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 557/2007, um afladagbækur, með síðari breytingum. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 31. ágúst 2016.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==