Stjórn fiskveiða 2020-2021
Reglugerð nr. 643/2016, um ráðstöfun og meðferð aflaheimilda skv. 10. gr. a laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða 97 Reg lugerð um ráðstöfun og meðferð aflaheimilda skv. 10. gr. a laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða. 1. gr. Gildissvið - Val á byggðarlögum. □ 1 Byggðastofnun hefur til ráðstöfunar aflaheimildir, sem ráðherra ákvarðar samkvæmt heimild í 5. mgr. 8. gr. laga nr. 116/2006, til að styðja byggðarlög í alvarlegum og bráðum vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi, sbr. 10. gr. a laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða. □ 2 Val á byggðarlögum sem koma til álita skal byggja á eftirfarandi þáttum: Byggðarlag sé í alvarlegum og bráðum vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi. Íbúar byggðarlags séu færri en 400. Íbúum hafi fækkað síðastliðin 10 ár. Akstursfjarlægð frá byggðarlagi til byggðakjarna sem telur meira en 1.000 íbúa sé a.m.k. 20 km. Byggðakjarninn tilheyri vinnusóknarsvæði sem telur færri en 10.000 íbúa. Hlutfall starfa við veiðar og vinnslu í sjávarbyggðinni sé a.m.k. 20% allra starfa. Að aflamark Byggðastofnunar skipti verulegu máli fyrir framtíð byggðarlagsins að mati stjórnar Byggðastofnunar. □ 3 Stjórn Byggðastofnunar tekur ákvörðun um endanlegt val byggðarlaga á grundvelli grein- ingar Byggðastofnunar á stöðu byggðarlaga og innkominna umsókna um samstarf við viðkomandi sveitarfélög. 2. gr. Skipting aflamarks. □ 1 Skipting þess aflamarks sem kemur í hlut byggðarlags samkvæmt reglum þessum skal fara fram á grundvelli samninga Byggðastofnunar, fiskvinnslu og útgerðaraðila. Við mat umsókna frá einstökum byggðarlögum verður byggt á mati á eftirfarandi atriðum: Trúverðugum áformum um útgerð, vinnslu sjávarafurða eða aðra starfsemi. Fjölda heilsársstarfa fyrir karla og konur sem skapast eða verður viðhaldið. Sem bestri nýtingu þeirra aflaheimilda sem fyrir eru í byggðarlaginu. Öflugri starfsemi til lengra tíma sem dregur sem mest úr óvissu um framtíðina. Jákvæðum áhrifum á atvinnulíf og samfélag. Traustri rekstrarsögu forsvarsmanna umsækjenda. □ 2 Byggðastofnun ákveður tímalengd samninga um nýtingu aflaheimilda skv. reglum þessum, sem skal þó ekki vera lengri en til sex ára. 3. gr. Skilyrði fyrir úthlutun aflamarks. □ 1 Eingöngu er heimilt að ráðstafa aflamarki til fiskiskipa sem hafa leyfi til veiða í atvinnuskyni, sbr. 4. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, þegar úthlutun aflamarks á sér stað. 4. gr. Umsóknarferli. □ 1 Byggðastofnun annast úthlutun aflamarks, sem kemur í hlut einstakra byggðarlaga, og skal auglýsa eftir umsóknum í a.m.k. tveimur dagblöðum og á vefsíðu Byggðastofnunar: www.byggdastofnun.is. Í umsóknum skulu koma fram upplýsingar sem Byggðastofnun ákveður og
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==