Stjórn fiskveiða 2020-2021

Lög nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða 5 b. Að aflinn sé seldur á viðurkenndum uppboðsmarkaði fyrir sjávarafurðir og andvirði hans renni til sjóðs, sbr. 3. mgr. 1. gr. laga nr. 37/1992, um sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla, með síðari breytingum, sbr. þó 2. málsl. 10. mgr. □ 10 Sé heimild skv. 9. mgr. nýtt skulu forráðamenn uppboðsmarkaðarins þar sem aflinn er seldur standa skil á andvirði hins selda afla að frádregnum hafnargjöldum og kostnaði við uppboðið. Þá skal útgerð skipsins fá 80% af andvirði selds afla sem skiptist milli útgerðar og áhafnar samkvæmt samningum þar um.] 3) □ 11 Ráðherra setur nánari reglur um framkvæmd strandveiða. [Þar er m.a. heimilt að setja nánari skilyrði um eignarhald. […] 5) Enginn eigenda lögaðila sem á bát með strandveiðileyfi getur átt aðild nema að einu strandveiðileyfi.] 6) ] 7) 1) L. 48/2014, 2. gr. 2) Rg. 364/2020 vegna fiskveiðiársins 2019/2020, sbr. Rg. 724/2020 3) L. 22/2019, 1. gr. 4) L. 70/2011, 2. gr. 5) L. 88/2020, 3. gr. 6) L. 82/2013, 2. gr. 7) L. 32/2010, 1. gr. 7. gr. □ 1 Bátum sem veiðileyfi hafa með krókaaflamarki er heimilt að stunda veiðar úr þeim tegundum sem þeir hafa krókaaflamark í og enn fremur tegundum sem ekki sæta takmörkunum á leyfilegum heildarafla. Ráðherra skal þó setja reglur um leyfðan meðafla. Krókaaflamark er óheimilt að nýta á annan hátt en við línu- og handfæraveiðar. Þó er ráðherra heimilt að veita krókaaflamarksbátum [heimild til þess með reglugerð] 1) að stunda veiðar á botndýrum með þeim veiðarfærum sem til þarf, svo sem plógum og gildrum, svo og til hrognkelsaveiða í net. 1) L. 88/2020, 4. gr. 8. gr. □ 1 Veiðar á þeim tegundum sjávardýra, sem ekki sæta takmörkun á leyfilegum heildarafla skv. 3. gr., eru frjálsar öllum þeim skipum, sem leyfi fá til veiða í atvinnuskyni skv. 4. gr., með þeim takmörkunum sem leiðir af almennum reglum um veiðisvæði, veiðarfæri og veiðitíma. □ 2 Veiðiheimildum á þeim tegundum, sem heildarafli er takmarkaður af, skal úthlutað til einstakra skipa. Skal hverju skipi úthlutað tiltekinni hlutdeild af leyfðum heildarafla tegundarinnar. Nefnist það aflahlutdeild skips og helst hún óbreytt milli ára. [Aflahlutdeild í makríl skiptist í tvo flokka, A- og B-flokk. Í A-flokki er hlutdeild úthlutað á grundvelli veiðireynslu með öðrum veiðarfærum en línu og handfærum. Í B-flokki er hlutdeild úthlutað á grundvelli veiðireynslu með línu og handfærum.] 1) □ 3 [Aflamark veiðiskips á hverju fiskveiðiári, veiðitímabili eða vertíð ræðst af leyfðum heildarafla í viðkomandi tegund og hlutdeild skipsins í þeim heildarafla skv. 2. mgr., að frádregnu hlutfalli af magni hverrar tegundar sem skal vera […] 2) 5,3% [og aflamagni skv. 10. gr. b.] 1) Sama gildir um aflamark samkvæmt lögum nr. 151/1996. […] 2) □ 4 [ … ] 3) □ 5 [Því aflamagni sem dregið er frá heildarafla í hverri tegund skv. 3. mgr. skal varið til að mæta áföllum skv. 1. tölul. 1. mgr. 10. gr., til stuðnings byggðarlögum skv. 2. tölul. 1. mgr. 10. gr., til línuívilnunar skv. 8. mgr. 11. gr., til strandveiða skv. 6. gr. a, til veiða sem eru taldar í 6. gr. og til annarra tímabundinna ráðstafana samkvæmt lögum þessum. Ráðherra skal eigi sjaldnar en á þriggja ára fresti leggja fyrir Alþingi tillögu til þingsályktunar um áætlun um meðferð og ráðstöfun þessa aflamagns til næstu sex ára.] 2) □ 6 [Því aflamagni sem dregið er frá heildarafla skv. 3. mgr. er ráðherra heimilt að skipta í aðrar tegundir til að leitast við að tryggja tegundarsamsetningu aflamagns til ráðstafana skv. 5. mgr. Ráðherra skal mæla nánar fyrir um þessa framkvæmd í reglugerð, 4) m.a. um gerð tilboða, tímafresti, magn í skiptum og að Fiskistofa annist framkvæmdina. Aflamagn samkvæmt þessu ákvæði er heimilt að flytja milli fiskveiðiára.] 2) [Fyrir úthlutun aflamarks samkvæmt þessari málsgrein skal

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==