Stjórn fiskveiða 2020-2021
Stjórn fiskveiða 2020/2021 – Lög og reglugerðir 12 liggi samningur útgerðar og áhafnar um fiskverð til viðmiðunar hlutaskiptum.] 3) [Heimilt er Fiskistofu að gera þjónustusamninga um rafrænar tilkynningar um flutning aflamarks milli fiskiskipa og skal greiða gjald til Fiskistofu fyrir slíka samninga fyrir hvert fiskveiðiár samkvæmt gjaldskrá Fiskistofu, 1) sbr . 5. gr. laga nr. 36/1992, um Fiskistofu, með síðari breytingum.] 2) Ráðherra er heimilt að setja nánari reglur um skilyrði fyrir gerð þjónustusamninga og víkja frá ákvæðum 1.– 3. mgr. að því leyti sem þau lúta að framkvæmd flutnings aflamarks og greiðslu gjalds vegna hans. □ 4 [Óheimilt er að flytja aflamark skips í makríl úr B-flokki, nema í jöfnum skiptum í þorskígildum talið fyrir aflamark í þorski, ýsu, ufsa og steinbít. Ráðherra er heimilt að flytja ónýtt aflamark í makríl úr B-flokki yfir í A-flokk eftir 15. september ár hvert, að teknu tilliti til tegundartilfærslna og flutningsréttar milli veiðitímabila, sem ráðstafað skal á skip í samræmi við hlutdeild og eftirspurn, gegn gjaldi sem á hverjum tíma skal nema sömu fjárhæð og veiðigjald fyrir makríl. Ef aflabrögð á grunnslóð mæla með því að flýta eða seinka flutningi úr B-flokki í A-flokk er ráðherra heimilt að miða við annað tímamark. Ráðherra er heimilt að setja nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis með reglugerð.] 4) □ 5 Fiskistofa skal daglega birta aðgengilegar upplýsingar um flutning aflamarks, þar á meðal um magn eftir tegundum, auk upplýsinga um verð, þar sem við á. □ 6 [Veiði fiskiskip minna en 50% á fiskveiðiári af úthlutuðu aflamarki sínu og aflamarki sem flutt hefur verið frá fyrra fiskveiðiári, í þorskígildum talið, fellur aflahlutdeild þess niður og skal aflahlutdeild annarra skipa í viðkomandi tegundum hækka sem því nemur.] 5) Skal við mat á þessu hlutfalli miðað við verðmæti einstakra tegunda í aflamarki skips í samræmi við verðmætahlutföll þeirra, sbr. 19. gr. Viðmiðunarhlutfall, sem ákveðið er í þessari málsgrein, lækkar þó um 5% fyrir hverja fulla 30 daga sem skipi er haldið til veiða utan fiskveiðilandhelgi Íslands á fiskveiðiárinu á þeim tegundum sem ekki hefur verið samið um veiðistjórn á. [Hið sama á við þegar skipi er haldið til veiða utan lögsögu á tegundum sem samið hefur verið um veiðistjórn á og ekki teljast til deilistofna.] 5) □ 7 [[Tefjist skip frá veiðum í a.m.k. fjóra mánuði vegna tjóns, meiri háttar bilana eða endur–bóta hefur afli þess fiskveiðiárs ekki áhrif til niðurfellingar aflahlutdeildar samkvæmt þessari grein.] 4) ] 5) □ 8 [Á hverju fiskveiðiári er heimilt að flytja af fiskiskipi 50% þess aflamarks sem skipi var úthlutað í þorskígildum talið á grundvelli verðmætahlutfalla einstakra tegunda, sbr. 19. gr. Auk þess er heimilt að flytja frá skipi það aflamark í einstökum tegundum sem flutt hefur verið til skips. Heimilt er Fiskistofu að víkja frá þessari takmörkun á heimild til flutnings á aflamarki vegna varanlegra breytinga á skipakosti útgerða eða þegar skip hverfur úr rekstri um lengri tíma vegna alvarlegra bilana eða sjótjóns, samkvæmt nánari reglum sem ráðherra setur.] 4) □ 9 Krókaaflamark verður aðeins flutt til báts sem er undir [þeim stærðarmörkum sem kveðið er á um í 2. mgr. 4. gr.], 6) enda hafi hann veiðileyfi með krókaaflamarki. [Ráðherra getur þó heimilað með reglugerð flutning á aflamarki tiltekinna tegunda frá krókaaflamarksbátum til skipa sem hafa veiðileyfi með aflamark, enda séu skiptin jöfn í þorskígildum talið.] 7) 1) Gjaldskrá Fiskistofu nr. 5/2020. 2) L. 67/2015, 5. gr. 3) L. 63/2007, 5. gr. 4) L. 46/2019, 5. gr., 5) L. 22/2010, 3. gr., sbr. brbákv. III í s.l. 6) L. 82/2013, 4. gr. 7) L. 48/2014, 6. gr. [II. KAFLI A. Sjávargróður. ] 1) [15. gr. a. Leyfi til að afla sjávargróðurs. □ 1 Enginn má stunda öflun á sjávargróðri í atvinnuskyni frá skipi nema hafa fengið til þess sérstakt leyfi sem Fiskistofa veitir á skip. Leyfi þetta fellur niður hafi skip ekki verið notað við öflun sjávargróðurs í tólf mánuði og eins ef skip er fært af skrá sem Fiskistofa heldur um skip sem hafa leyfi samkvæmt þessari grein.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==