Stjórn fiskveiða 2020-2021
Stjórn fiskveiða 2020/2021 – Lög og reglugerðir 2 □ 5 Hafrannsóknastofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands skulu gera vöktunaráætlun um nýtingu sjávargróðurs sem verður hluti af vöktun lykilþátta íslenskrar náttúru í samræmi við 1. og 2. mgr. 74. gr. laga um náttúruvernd. □ 6 Hafrannsóknastofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands er heimilt að gera samninga við aðra aðila, svo sem stofnanir, náttúrustofur eða háskólasetur, um framkvæmd einstakra rannsókna eða vöktunar eftir því sem við á. Hafrannsóknastofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands skulu halda gagnagrunna um niðurstöður rannsókna og vöktunar og skulu niðurstöðurnar birtar reglulega og vera öllum aðgengilegar. □ 7 Ákvæði 1. og 2. mgr. gilda ekki um sjávargróður.] 5) 1) L. 126/2011, 440. gr. 2) L. 157/2012, 21. gr. 3) Rg. 672/2020. 4) L. 66/2009, 1. gr. 5) L. 49/2017, 4. gr. II. KAFLI. Veiðileyfi og aflamark. 4. gr. □ 1 Enginn má stunda veiðar í atvinnuskyni við Ísland nema hafa fengið til þess almennt veiðileyfi. Almenn veiðileyfi eru tvenns konar, þ.e. veiðileyfi með aflamarki og veiðileyfi með krókaaflamarki. Á sama fiskveiðiári getur skip aðeins haft eina gerð veiðileyfis. Veiðileyfi í atvinnuskyni fellur niður hafi fiskiskipi ekki verið haldið til fiskveiða í atvinnuskyni í tólf mánuði. Þá fellur veiðileyfi niður ef fiskiskip er tekið af skrá hjá [Samgöngustofu] 1) og ef eigendur eða útgerðir þeirra fullnægja ekki skilyrðum 2. málsl. 5. gr. □ 2 [Þeir bátar einir geta öðlast veiðileyfi með krókaaflamarki sem eru styttri en 15 metrar að mestu lengd og minni en 30 brúttótonn. Óheimilt er að stækka bátana þannig að þeir verði stærri en þessu nemur.] 2) 1) L. 59/2013, 30. gr. 2) L. 82/2013, 1. gr. 5. gr. □ 1 Við veitingu leyfa til veiða í atvinnuskyni koma aðeins til greina þau fiskiskip sem hafa haffærisskírteini og skrásett eru á skipaskrá [Samgöngustofu] 1) eða sérstaka skrá stofnunarinnar fyrir báta undir 6 metrum. Skulu eigendur þeirra og útgerðir fullnægja skilyrðum til að stunda veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands sem kveðið er á um í lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri og í lögum um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands. 1) L. 59/2013, 30. gr. 6. gr. □ 1 [Heimilt er án sérstaks leyfis að stunda fiskveiðar í frístundum til eigin neyslu. Slíkar veiðar er einungis heimilt að stunda með sjóstöng og handfærum án sjálfvirknibúnaðar. Afla sem veiddur er samkvæmt heimild í þessari málsgrein er einungis heimilt að hafa til eigin neyslu og er óheimilt að selja eða fénýta hann á annan hátt. □ 2 Ráðherra er heimilt að ákveða árlega að á tilteknum fjölda opinberra sjóstangaveiðimóta teljist afli ekki til aflamarks eða krókaaflamarks, enda sé aflinn einungis fénýttur til að standa straum af kostnaði við mótshaldið. □ 3 Aðilum sem reka ferðaþjónustu og hyggjast nýta við þann rekstur báta til frístundaveiða er skylt að sækja um sérstakt leyfi til Fiskistofu fyrir hvern bát sem nota skal í því skyni. Einungis er heimilt að veita leyfi til frístundaveiða aðilum sem fengið hafa leyfi sem Ferðamálastofa gefur út með stoð í 8. gr. laga nr. 73/2005, um skipan ferðamála. 1) Einungis er heimilt að stunda veiðar með sjóstöng og handfærum án sjálfvirknibúnaðar á þeim bátum sem leyfi fá samkvæmt þessari grein. □ 4 Leyfi til frístundaveiða, sbr. 3 mgr., eru tvenns konar:
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==