Stjórn fiskveiða 2020-2021
Stjórn fiskveiða 2020/2021 – Lög og reglugerðir 90 og skiptist hlutur þess milli annarra fiskiskipa frá sama byggðarlagi sem uppfylla skilyrði fyrir úthlutun. □ 2 Afli sem landað er í byggðarlagi úr fiskiskipum sem ekki eru skráð innan viðkomandi byggðarlags, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr. □ 3 Réttur til úthlutunar fylgir fiskiskipi. Heimilt er að flytja áunninn rétt til úthlutunar á milli fiskiskipa þegar um varanlega breytingu á skipakosti útgerðar er að ræða eða þegar fiskiskip hverfur úr rekstri til lengri tíma vegna bilana eða sjótjóns. 5. gr. Framkvæmd úthlutunar. □ 1 Fiskistofa annast úthlutun aflamarks, sem kemur í hlut einstakra byggðarlaga, til fiskiskipa og skal auglýsa eftir umsóknum útgerða á vefsíðu Fiskistofu: www.fiskistofa.is. Umsóknarfrestur skal vera tvær vikur. □ 2 Fiskistofa tilkynnir umsækjanda um ákvörðun um úthlutun á byggðakvóta. □ 3 Ákvarðanir Fiskistofu varðandi úthlutun samkvæmt þessari grein er heimilt að kæra til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Kærufrestur er tvær vikur og skal úthlutun ekki fara fram fyrr en að þeim fresti liðnum. Skal ráðuneytið úrskurða um kærur innan tveggja mánaða. 6. gr. Skilyrði um afhendingu byggðakvóta. □ 1 Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan hlutað- eigandi byggðarlaga á tímabilinu frá 1. september 2020 til 31. ágúst 2021. Skilyrði þess að afla teljist landað til vinnslu er að honum sé haldið aðskildum frá öðrum afla ásamt því að vera vigtaður og skráður sérstaklega við vigtun á hafnarvog. Aflinn skal nema, í þorskígildum talið, tvöföldu magni þess aflamarks sem þau fá úthlutað samkvæmt reglugerð þessari. Eigandi fiskiskips skal gera skriflegan samning við fiskkaupanda um magn sem landað verður til vinnslu hjá viðkomandi vinnsluaðila, þar sem fram kemur að vinnsluaðili skuldbindi sig til að vinna aflann og skal bæjar- eða sveitarstjórn árita samninginn til staðfestingar. □ 2 Úthlutun aflamarks fer fram á grundvelli vigtarnóta sem borist hafa Fiskistofu og skal úthlutun til þeirra ekki fara fram nema að því leyti sem það skilyrði er uppfyllt. Miða skal við allar botnfiskaflategundir sem gefinn hefur verið út þorskígildisstuðull fyrir. Einnig er það skilyrði fyrir úthlutun að ekki hafi verið flutt meira aflamark í þorskígildum talið á fiskveiðiárinu 2019/2020 frá viðkomandi fiskiskipum en flutt hefur verið til þeirra þegar afhending aflamarks á sér stað. □ 3 Afla sem boðinn er upp á fiskmarkaði telst ekki hafa verið landað til vinnslu samkvæmt þessari grein. Þá er einungis heimilt að meta til viðmiðunar samkvæmt þessari grein landaðan afla sem ekki hefur áður verið metinn til úthlutunar byggðakvóta. □ 4 Með vinnslu, skv. 1. mgr. er átt við flökun, flatningu, frystingu, söltun eða herslu. □ 5 Ef eigandi eða leigutaki fiskiskips, sbr. 1. gr. hefur endurnýjað fiskiskip sitt eftir að lokið er því viðmiðunartímabili sem fram kemur í 1. mgr. 4. gr. en áður en uppfyllt hafa verið skilyrði samkvæmt þessari grein og eftirstöðvar á rétti til úthlutunar, skv. 4. mgr. 4. gr., verið flutt af eldra skipinu yfir á endurnýjaða skipið, sbr. 3. mgr. 4. gr., skal við mat á hvort uppfyllt eru skilyrði samkvæmt þessari grein einnig heimilt að miða við landaðan afla beggja skipanna í viðkomandi byggðarlagi. 7. gr. Afhending og flutningur aflamarks. □ 1 Fiskistofu er heimilt að úthluta aflamarki fiskiskips á grundvelli afla annars skips í eigu sama lögaðila. Jafnframt er heimilt að flytja rétt til úthlutunar aflamarks milli skipa í eigu sama lögaðila.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==