Stjórn fiskveiða 2020-2021

Reglugerð nr. 731/2020, um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2020/2021 93 Reg lugerð um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2020/2021. 1. gr. Heildaraflaheimildir. □ 1 Á fiskveiðiárinu 2020/2021 skal sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthluta aflamarki sem nemur allt að 4.617 þorskígildistonnum af botnfiski og ráðstafa til stuðnings byggðarlögum, þannig: a. Til minni byggðarlaga sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi og háð eru veiðum og/eða vinnslu á botnfiski. b. Til byggðarlaga sem orðið hafa fyrir óvæntri skerðingu á heildaraflaheimildum fiskiskipa sem gerð hafa verið út og landað hafa afla í viðkomandi byggðarlögum og sem veruleg áhrif hefur haft á atvinnuástand í byggðarlögunum. Heimilt er að ráðstafa aflaheimildum samkvæmt þessum lið til allt að þriggja ára í senn. □ 2 Byggðarlög, skv. 1. mgr. eru byggðakjarnar sem liggja að sjó og eru háðir veiðum og/eða vinnslu á sjávarafla. Minni byggðarlög teljast byggðarlög með færri íbúum en 2.000, miðað við 1. janúar 2020. 2. gr. Skipting aflaheimilda eftir botnfisktegundum. □ 1 Aflaheimildir, skv. 1. gr. skulu skiptast á eftirgreindar tegundir: Þorsk, ýsu, ufsa, steinbít, gullkarfa, keilu og löngu samkvæmt eftirfarandi töflu: Tegundir Lestir upp úr sjó Þorskígildislestir Þorskur 3.800 3.192 Ýsa 682 521 Ufsi 1.073 565 Steinbítur 155 76 Gullkarfi 300 213 Keila 30 10 Langa 88 41 Samtals: 6.128 4.617 3. gr. Úthlutun aflaheimilda til byggðarlaga. □ 1 Við úthlutun aflaheimilda til byggðarlaga skal miðað við að allt að 4.617 þorskígildistonnum sé ráðstafað til minni byggðarlaga sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi og háð eru veiðum og/eða vinnslu á botnfiski. □ 2 Þá skal miðað við að allt að 1.200 þorskígildistonnum sé ráðstafað til byggðarlaga sem orðið hafa fyrir óvæntri skerðingu á heildaraflaheimildum fiskiskipa, sem gerð hafa verið út og landað hafa afla í viðkomandi byggðarlögum og sem veruleg áhrif hefur haft á atvinnuástand í þeim. □ 3 Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. mgr. skal við útreikning á hlut hvers byggðarlags sá kostur ávallt valinn fyrir hvert byggðarlag sem gefur því mestar aflaheimildir samkvæmt útreikningi 4. gr. A eða samtölu 4. gr. B og C.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==