Fréttabréf Selfosskirkju I Nóvember 2019

KIRKJU FRÉTTIR Fréttabréf Selfosskirkju | Nóvember 2019 1. tbl. 12. árg. 2019 Sóknarnefnd Selfosskirkju Kirkjufréttir Aðalmenn: Björn Ingi Gíslason, formaður Guðmundur Búason, gjaldkeri Guðrún Guðbjartsdóttir Þórður G. Árnason Umsjón og ábyrgð: Gubjörg Arnardóttir og Björn Ingi Gíslason Umbrot og prentun: Prentmet Oddi á Selfossi Páll Ingimarsson Jóhann Bjarni Snorrason Guðrún Tryggvadóttir Fjóla Kristinsdóttir Petra Sigurðardóttir Varamenn: Ragna Gunnarsdóttir Sigurður Sigurjónsson Eyjólfur Sturlaugsson Örn Grétarsson Erla Rúna Kristjánsdóttir Margrét Óskarsdóttir Sigurður Jónsson Hjörtur Þórarinsson Sigurlín Guðný Ingvarsdóttir Á aðventunni hafa komið í heim­ sókn í Selfosskirkju um 1000 börn frá leikskólum og yngstu bekkjum grunnskólanna. Æskulýðsfulltrúi Sel­ fosskirkju, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, hefur umsjón með heimsóknunum en hún tekur alltaf á móti hópunum og með henni Guðbjörg Arnardóttir eða Ninna Sif Svavarsdóttir prestar við kirkjuna. Það er alltaf mikil tilhlökkun þegar kemur að þessum heimsóknum og metnaður okkar í Selfosskirkju að taka vel á móti hópunum og við­ halda um leið því trausti sem ríkir milli skólanna og kirkjunnar. Unnið er eftir þeim reglum sem kirkja og skóli hafa sett sér og byggja þessar fræðsluheimsóknir á þeim. Í upphafi er sungið, fræðsla um aðventukransinn og undanfarin ár höfum við sett saman leikþátt þar sem jólaguðspjallið er að sjálfsögðu fléttað inn í. Á síðasta ári var fræðsla um helstu athafnir sem fram fara í kirkjunni. Við komum sömuleiðis inn á að ekki koma allir í heiminum í kirkju og með nýju fólki sem flyst til landsins er mikilvægt fyrir okkur öll að fræðast um ólík trúar­ brögð heimsins. Eftir þessa fræðslu um athafnirnar var jólaguðspjallið sett í leikrænan búning og fékk Jósef meiri athygli en oft áður. Við höfum skynjað ánægju meðal barnanna og sömuleiðis fulltrúa skólanna. Það er dýrmætt að eiga þetta samstarf og samtal við leik- og grunnskólana og því mikilvægt að það byggi á gagnkvæmu trausti. Aðventuheimsóknir í Selfosskirkju Frá aðventuheimsókn á síðasta ári. Þriðjudaginn 10. desember kl. 16 – 19 ætlum við að bjóða upp á nýjung í safnaðarstarfinu. Þá gefst öllum kostur á að koma í safn­ aðarheimilið og nýta aðstöðuna til að föndra. Það verður talsvert af efni á staðnum til að búa til jólakort eða pakkamerkimiða en það er líka velkomið að koma með sitt eigið föndur. Unglingakórinn kemur í lok kóræfingar sinnar og syngur nokkur lög. Nú, kannski vill einhver bregða sér úr jólakorta­ gerðinni yfir í kirkjuna, kveikja á kerti og eiga notalega kyrrðar­ stund. Svo eru jafnvel enn aðrir sem vilja koma við og fá sér kaffi­ sopa, heitt kakó og piparkökur. Verið hjartanlega velkomin og sjáumst í kirkjunni! Föndurdagur fjölskyldunnar

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==