Fréttabréf Selfosskirkju I Nóvember 2019

Kirkjufréttir - Fréttabréf Selfosskirkju Í Barna- og Unglingakór Selfosskirkju fá meðlimir kóranna tækifæri til að syngja en starfið er um leið tónlistar­ legt uppeldi og þjálfun í að syngja í röddum. Kórarnir koma reglulega fram og syngja við athafnir í kirkjunni. Kór­ arnir eru dýrmætir í starfi kirkjunnar en safnaðarstarf í Selfosskirkju hefur alltaf verið þekkt af öflugu og góðu kórastarfi. Barna- og Unglingakór Selfosskirkju Barnakórinn á æfinga- og skemmtikvöldi sem haldið var í kirkjunni í október. Á myndinni er Edit A. Molnár stjórnandi kórsins og Kolbrún Hulda Tryggvadóttir tónlistarkennari á Stokkseyri en kórinn var í haust í samstarfi við hana og kórhóp á hennar vegum. Á myndinni eru Björn og Þórður Grétar sóknarnefndarmenn að undirbúa morgun­ kaffi eftir messu á páskadagsmorgni. Frá ferð Unglingakórsins til Oslóar sl. vor en Unglingakórinn fer á þriggja ára fresti í kórferð út fyrir landsteinana. Samvera fyrir syrgjendur 18. des. kl. 20:00 Máltíð eftir messu Jólin og undirbúningur þeirra reynist mörgum syrgjendum eða þeim sem hafa lent í öðrum áföllum erfiður tími. Samveran 18. desember, er ætluð til þess að styrkja fólk sérstaklega í þessum aðstæðum. Jólasálmar og aðrir sálmar verða sungnir, hugvekja, kyrrð, bæn og ljós tendruð í minn­ ingu látinna ástvina. Prestar Sel­ fosskirkju annast stundina. Kaffi­ sopi og spjall í Safnaðarheimilinu á eftir. Eftir messu á sunnudögum er hægt að fá súpu í Safnaðarheim­ ilinu, það er hópur af góðu fólki sem skiptir því á milli sín að gera súpu. Þetta eru matarmiklar súpur með góðu brauði og áleggi. Diskur af súpu kostar 750 krónur og er frítt fyrir 12 ára og yngri. Þetta gæti verið notalegt og gott tæki­ færi fyrir fjölskylduna að setjast saman í rólegheitum niður yfir góðri máltíð. Halda svo södd og sæl heim, nóg eftir af deginum til að gera áfram eitthvað skemmti­ legt.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==