Fréttabréf Selfosskirkju I Nóvember 2019

Nóvember 2019 L andsmót ÆSKÞ var haldið helgina 25. – 27. október í Ólafsvík þar sem á þriðja hundrað þátttakenda, sjálfboðaliða og leiðtoga tóku þátt og sköpuðu þessa vel lukkuðu helgi. Sel­ fosskirkja átti sína fulltrúa á mótinu en 15 félagar úr æskulýðsfélagi Selfoss­ kirkju tóku þátt. Með þeim voru leið­ togarnir Katrín Ragna Jóhannsdóttir, Díana Ösp Davíðs­ dóttir og Jens Elí Gunnarsson. Frá Selfosskirkju voru einnig öflugir sjálf­ boðaliðar Alma Björk Ólafsdóttir, Bjarki Birgisson, Elín María Eiríksdóttir og Sigurbjörg Steinarsdóttir. Þema mótsins í ár var skapandi landsmót en þá var horft til þess hvað það er sem við getum gert til að efla sjálfstraust og virkja hæfileika okkar. Frú Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands setti mótið seinni partinn á föstudeginum og kom inn á þema mótsins í ræðu sinni. Þemað #skapandilandsmót var allsráðandi í dagskrá mótsins, fræðslan Kirkjugarður Selfosskirkju og umhverfi hans er mikil prýði og það er metnaður starfsfólks og sóknarnefndar að hann sé vel hirtur og snyrtilegur. Mikilvægt er að þau sem vitja um leiði ástvina sinna geti haft til þess frið og næði og treyst því að um allt sé vel hugsað. Gott er fyrir þau sem hugsa um leiði í garðinum að hafa í huga að í honum eru tveir gámar sem ætlaðir eru fyrir almennt rusl. Við áhaldahúsið er hlaðið afmarkað svæði sem ekki er ætlað fyrir rusl heldur eingöngu mold. Í garðinum er minningarreitur um þau sem í fjarlægð hvíla, þar er hægt að kveikja á kerti eða leggja blóm. Skiltin á steinunum eiga að vera samkvæmt ákveðinni hönnun og ekki má setja upp skilti nema í samráði við kirkjuvörð. Laugardaginn 30. nóvember verða jólaljósin tendruð í Selfosskirkju­ garði og verða Árvirkjamenn til aðstoðar þann daginn frá kl. 10- 16 og á sunnudeginum 1. desem­ ber frá kl. 12-16. Gjald fyrir hvern kross er 4.500 kr., posi á staðnum. Kirkjugarður Selfosskirkju Jólaljós í kirkjugarði út frá sköpunarsögunni og fjölbreytt hópastarf t.d. myndlist, dj-nám, hljómsveit, slökun og tictok. Hæfileika­ keppnin var á sínum stað sem og ball um kvöldið þar sem dj – Víðir & Dýrið slógu í gegn ásamt hljómsveitinni Melophobia. Mótinu lauk á sunnu­ dagsmorgni með messu í Ólafsvíkur­ kirkju en þar þjónaði Óskar Ingi Inga­ son sóknarprestur og Kristján Björnsson vígslubiskup í Skál­ holti prédikaði. Veðrið lék við okk­ ur í Ólafsvík og tóku heimamenn einstaklega vel á móti þessum föngulega hópi landsmóts­ gesta enda aðstaðan ein sú allra besta á landinu. Það er ljóst að hópurinn frá Selfosskirkju átti góða helgi í Ólafsvík þar sem safnað var í minningabankann góða. Við erum strax farin að hlakka til næsta landsmóts ÆSKÞ sem verður á Sauðárkróki 2020. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, æskulýðsfulltrúi Selfosskirkju og formaður ÆSKÞ. Fjölmennt á landsmóti ÆSKÞ ...sem við getum gert til að efla sjálfstraust og virkja hæfileika okkar.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==