Fréttabréf Selfosskirkju I Nóvember 2019

Kirkjufréttir - Fréttabréf Selfosskirkju Nóvember 2019 Helgihald á aðventu og um jól 1. desember, fyrsti sunnudagur í aðventu Fjölskyldumessa kl. 11:00. Unglinga- og Barnakórinn syngur, Ung­ lingakórinn verður með kökubasar eftir messuna. Aðventukvöld kl. 20:00. Kirkju-, Barna- og Unglingakór Selfosskirkju syngja. Ræðumaður Vilborg Davíðsdóttir 8. desember, annar sunnudagur í aðventu Messa kl. 11:00. Kirkjukórinn syngur. 15. desember, þriðji sunnudagur í aðventu Helgistund kl. 11:00 . Að henni lokinni verður jólaball Selfosskirkju og óvæntir gestir koma í heimsókn. 22. desember, fjórði sunnudagur í aðventu Helgistund kl. 11:00. Kirkjukórinn syngur. 24. desember, aðfangadagur jóla Aftansöngur kl. 18:00. Kirkjukórinn syngur Helgistund kl. 23:30. Kirkjukórinn syngur og Jóhann I. Stefánsson spilar á trompet. 25. desember, jóladagur Hátíðarmessa kl. 11:00 í Villingaholtskirkju. Hátíðarmessa kl. 13:00 í Laugardælakirkju. 26. desember, annar dagur jóla Hátíðarmessa kl. 11:00 í Hraungerðiskirkju. Helgistund kl. 13:00 á Fossheimum. 31. desember, gamlársdagur Aftansöngur kl. 17:00. Kirkjukórinn syngur. Upplýsingar um kirkjustarfið eru á selfosskirkja.is Finndu okkar á samfélagsmiðlum Á aðventu hafa margir þann sið að lesa Aðventu Gunnars Gunnars­ sonar og fylgja Benedikt ekki aðeins til fjalla heldur einnig í hans innri veg­ ferð. Í Selfosskirkju hefur Aðventa ver­ ið lesin eftir morgunbænir í desember um nokkurra ára skeið. Í ár höfum við ákveðið að bjóða upp á tveggja kvölda námskeið um söguna. Fyrra kvöldið, miðvikudagskvöldið 20. nóvember kl. 19:30-21 ætlar dr. Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor við guðfræðideild Háskóla Íslands að flytja erindi um Aðventu. Viku seinna, miðvikudags­ kvöldið 27. nóvember kl. 19:30-21 munu prestarnir leiða umræður um söguna. Allir velkomnir! Aðventa Gunnars Gunnarssonar – tveggja kvölda námskeið í Selfosskirkju Að kvöldi fyrsta sunnudags í að­ ventu, 1.desember kl. 20, verður aðventukvöld í Selfosskirkju. Kirkjukórinn, Unglingakórinn og Barnakórinn syngja undir stjórn Edit Molnár Ræðumaður kvöldsins er Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur. Sr. Ninna Sif leiðir stundina. Hátíðleg og falleg samvera í upphafi aðventu. Aðventukvöld í Selfosskirkju fyrsta sunnudag í aðventu M ánaðarlega hefur verið boðið upp á kvöldmessur í Selfoss­ kirkju sem eru með óhefðbundnara sniði en sunnudagsmessurnar. Vel er mætt í messurnar og gaman að fá gott og skemmtilegt tónlistarfólk í messurnar til okkar. Í september söng Unnur Birna Björnsdóttir ásamt hljómsveit og í október komu systkinin Gísli og Kristjana Stefánsbörn og eru meðfylgjandi myndir teknar af þeim í messunni. Kvöldmessur Selfosskirkju

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==