Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

14 Hugmyndir Guðmundar um byggðamynstur og bæjarmynd Í Um skipulag bæja setur Guðmundur fram heildstæða kenningu um viðmið og reglur sem fylgja skuli við skipulag íslenskra þéttbýlisstaða. Þar bera efnistök og áherslur þess skýr merki að hann hefur kynnt sér nýjustu bresk og miðevrópsk skrif og umræðu um skipulagsmál. Nefna má áhrif frá Ebenezer Howard á landnotkun og umsýslu lands, áhrif frá Camillo Sitte á hugmyndir Guðmundar um fagurfræði torga og götumynda og áhrif á hugmyndir um húsagerðir og hönnun húsa frá Raymond Unwin . Eftir að hafa reifað nokkuð ítarlega þau viðmið og reglur semGuðmundur telur eiga að leggja til grundvallar varðandi einstaka þætti bæjarskipulags, svo sem um hverfaskiptingu, gatnahönnun og húsagerðir, setur hann fram sýnishorn af skipulagi bæjar þar sem allir þeir þættir sem hann hefur

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==