Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

57 afmarka hvern fyrir sig í skipulagi. Eðlilega var Guðmundur á þessari skoðun, en hann gerði ekki ráð fyrir mikilli blöndun byggðar. 39 Þessi greining landnotkunar í skipulagi þróaðist síðan í sífellt sértækari flokka og var sums staðar erlendis notuð óbeint til að aðgreina félagshópa. 40 Með tilkomu einkabílsins varð aðskilnaður atvinnu- og íbúðarsvæða síðan enn meiri og heilu svefnhverfin urðu til. Sú þróun hefur aftur almennt leitt til umhverfisvandamála og félagslegrar einangrunar sem hefur orðið til þess að nú er mælt fyrir blöndun byggðar í skipulagi, svo fremi að atvinnustarfsemin sé ekki mengandi. Guðmundur bar hag alþýðunnar fyrir brjósti. 41 Hann talaði fyrir því að allir ættu rétt á sómasamlegu húsnæði. Af þeim sökum finnst 21. aldar lesendum væntanlega stinga í stúf að hann telji eðlilegt að hverfi séu stéttskipt. Um hverfaskiptingu skrifar hann meðal annars: „Þó ekki sje það allskostar hyggilegt, að greina um of sundur ríka og fátæka í bæjum, stjettirnar, sem þar búa, þá verður þó að taka nokkuð tillit til þarfa hverrar fyrir sig.“ 42 Hann leggur áherslu á að ekki sé langt fyrir verka­ menn til vinnu og að í hverfum ætluðum verkafólki megi leggja á kvaðir um viðráðanlegt lóða­ verð. Í slíkum verkamannahverf­ um megi þó byggja „væn“ hús inn á milli. Megináherslan er því á viðráðanlegt húsnæði fyrir hina lægst launuðu, en félagsleg blöndun kemur þar á eftir. Guðmundur taldi einnig að það væri óhjákvæmilegt að sérstök hverfi mynduðust fyrir efnamenn og tekur sem dæmi að flestir höfðingjar og efnamenn hafi byggt hús sín við Tjörnina í Reykjavík. Sjálfsagt væri að taka tillit til slíkra þarfa hinna efnameiri við skipulag bæja. Þessi skrif endurspegla viðhorf þessa tíma í skipulagsmálum og sem dæmi má nefna þekkt skipulag Eliel Saarinen af úthverfi Helsinki frá 1915, 43 en þar voru verkamannahverfi tilgreind sérstaklega. Eitt af þeim verkum sem Guðmundur leit til sem fyrirmyndar var hið þekkta verk Stübben, Der Städtebau frá árinu 1907. Þar segir að hinar ólíku stéttir þurfi ólíkar gerðir af húsnæði. Stübben dregur fram mikilvægi þess að húsakostur verkafólks sé bættur og sýnir dæmi um heppilegt húsnæði fyrir verkafólk líkt og Guðmundur gerir í Um skipulag bæja . 44 Stübben nefnir að eðlilegt kunni að teljast að verkafólk búi í sérstökum hverfum en hins vegar sé engan veginn heppilegt að aðgreina stéttir, því að félagslegar, heilsufarslegar og hagrænar ástæður séu fyrir því að stéttir ættu að blandast betur. Engu að síður sé nauðsyn­ legt að þeir sem vinna að skipulagi borga taki tillit til mismunandi þarfa allra stétta. 45

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==