Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

68 Þá er einn meginþáttur skipulagsins, að bærinn verði svo úr garði gerður, að heilbrigði bæjarbúa sje sem minst hætta búin. Þetta atriði fljettast inn í alla aðra þætti skipulagsins og þess verður aldrei gætt sem skyldi nema leitað sje ráða og umsagnar hæfs læknis. Það er ekki að ástæðulausu, að skipulag bæja er gert að sjerstökum, þýðingarmiklum þætti í heilbrigðisfræði, og telst að því leyti til læknisfræði. Ef vel á að vera, þarf læknirinn jafnvel að hafa nokkra sjermentun í þessari grein, ef hann á að vera fær um að leggja dóm á ýmis vafamál. 1 Þannig er upphafið að lokaorðum Guðmundar Hannessonar læknis í bókinni Um skipulag bæja en í ár eru 100 ár liðin frá útkomu ritsins. Bókin hafði mikil áhrif á skipulag og má sjá þræði hennar liggja víða í skipulagi Reykjavíkur, fyrirkomulagi bygginga, lögum, reglugerðum og hefðum – enn þann dag í dag. Það er ekki hægt annað en að heillast af þeim eldmóði og umbótahug sem virðist hafa einkennt öll störf Guðmundar Hannessonar í upphafi síðustu aldar. Jón Ólafur Ísberg sagnfræðingur segir íslenska lækna lyfta nafni Guðmundar Hannessonar í guðatölu og líklega er töluvert til í því. 2 Guðmundur var hvatamaður að stofnun samtaka lækna, Læknablaðsins og virðist fátt mannlegt hafa verið honum óviðkomandi sem héraðslæknir í Reykjavík. Það tengist sýn hans á hlutverk læknisfræðinnar órjúfanlegum böndum. Hún laut að heilbrigði alls samfélagsins, lífsaðstæðum og kjör­ um fólks ekki síður en sjúkdómum þeirra. Þótt hann hafi lagt sérstaka áherslu á Reykjavík í samræmi við starfsvið hans sem héraðslæknir og bæjarfulltrúi var oftar en ekki allt landið undir í umbótaboðskap hans og óþreytandi fræðslu og leiðbeiningum. Þar er Um skipulag bæja hans merkasta framlag. Saga Reykjavíkur geymir ótal frásagnir af framtakssemi hans og fram­ faratrú. Sem héraðslæknir tók hann upp á sitt einsdæmi að skoða börn í Barnaskóla Reykjavíkur og skrá heilsu þeirra fyrstur manna. Hann skrifaði Borgarskipulag og heilbrigði Dagur B. Eggertsson

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==