Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson
75 sérstakir ræktunarskikar eða matjurtagarðar fyrir reykvísk heimili urðu umtalsvert stór hluti af borgarmyndinni fram eftir 20. öldinni. Fyrstu garðarnir af því tagi komu raunar til um aldamótin 1900 en görðum fjölg aði mikið í atvinnuleysi kreppuáranna og voru um 1000 talsins um 1940. 23 Þessir garðar hurfu svo nær alveg þegar leið á öldina en stefna nýs aðal skipulags borgarinnar er að efla og endurnýja kynnin af slíkum borgar búskap. Guðmundur hafði ekki bara sterkar skoðanir á ljósi og lofti – heldur líka útliti húsa. Fagurfræðin sjálf var honum ofarlega í huga. Götur þyrftu að hlykkjast frekar en vera beinar og reisuleg bygging þyrfti að vera við enda helstu gatna í stað þess að auðnin ein tæki við. Vellíðan í almennings rýminu sem heilbrigðismál er því ein af hugmyndum Guðmundar um skipulag bæja. Á árinu 2013 kom út bókin Happy City eftir landfræðinginn Charles Mont gomery þar sem hann rammar inn hugmyndina um hina hamingjusömu borg. Hann færir rök fyrir því að hamingjusama borgin, græna borgin og borg með lágt vistspor séu ein og sama borgin – og að við eigum öll að hjálpast að við að byggja þá borg. Charles Montgomery nýtir fjölda fræði greina máli sínu til stuðnings, svo sem sálfræði, líffræði, skipulagsfræði og félagsfræði. Í bókinni er að finna enduróm hugmynda gamalla tíma í bland við nýja. Þar sjást áherslur garðborgarinnar og í hamingjusömu borginni skiptir fagurfræðin líka máli fyrir vellíðan þeirra sem þar búa. Þótt markmið Montgomery í bókinni sé hamingjan, þá má segja að áherslur Guðmundar og garðborgarhreyfingarinnar um vellíðan íbúanna séu á keimlíkum slóðum. Guðmundur Hannesson og nútíminn Segja má að náin tengsl skipulagsmála og lýðheilsu séu ekki samfelld saga. Klárlega má greina tvö tímabil þar sem þau eru sérstaklega áber andi. Það fyrra er í lok 19. aldar og byrjun þeirrar tuttugustu, þegar yfirvöld reyna að tryggja hreinlæti, loftræstingu, hreint vatn og vinna að umbótum í skólpmálum til að koma í veg fyrir útbreiðslu pesta. Síðan líða meira en 80 ár þar til þessi tvö lykilviðfangsefni borgarþróunar komast í sameigin legt kastljós á nýjan leik. Annars vegar vegna aukinnar loftmengunar og umræðu um aðgerðir til varnar svifryksmengun og hins vegar vegna lífsstílstengdra sjúkdóma. Hvort tveggja á við hérlendis. Borgarskipulag og umferð sem einkennist af forgangi einkabíla hvetur ekki til hreyfingar. Fátækt og ójöfnuður hefur einnig heilsufarsvandamál í för með sér og blöndun byggðar, þar sem fólk með ólíkan bakgrunn býr í nábýli, hefur orðið til að auka jöfnuð, og úrbætur fyrir þá sem vilja komast leiðar sinnar
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==