Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

89 reykháf. Sjálfur segist hann vera að steypa steina að gamni mínu, sem gangi ekki allskostar vel. Guðmundur skrifar jafnframt að honum líki vel að heyra að búskapurinn gangi vel hjá Páli: „Sá er grunur minn að þú unir þínum hag engu ver en jeg mínum. Jeg hef mín dutlungaköst með köflum og get ekki að því gjört. Svo fylgir mínu starfi margskonar arg og ófrelsi sem ekki er alltaf skemmtilegt …Vildi óska að jeg væri orðinn svo efnaður að jeg gæti hætt við allar lækningar“. 13 Hann hvetur Pál bróður sinn til þess að ganga í Ræktunarfélag Norðurlands og skráir hann inn í Búnaðarfélag Íslands, en hann var sjálfur félagsmaður. Einnig gaf hann Páli og Hannesi föður þeirra áskrift að Búnaðarritinu og var þannig sífellt að hvetja til framfara í búnaði, sem og til allskonar framkvæmda á Guðlaugsstöðum. Páll Hannesson hafði einstaklega fallega rithönd sem kom sér vitaskuld vel í þeim miklu bréfaskriftum sem hann stóð í við Guðmund bróður sinn og fleiri. Á myndinni er hann líkast til um sjötugt og situr hestinn Skol.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==