Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson
97 mínar tillögur, nefnilega að við værum sérstakt ríki. Þetta er aðalatriðið að mestu leiti.“ Þá getur Guðmundur þess að einhverjir séu að safna fé til að láta gera standmynd af Kristjáni kóngi. Biður hann bróður sinn um að gefa ekkert. Á hinn bóginn vill hann safna fyrir standmynd af Ingólfi Arnarsyni og hefur sjálfur gefið 100 krónur til þeirrar söfnunar. Fyrr á árinu 1906 hafði Guð mundur skrifað Páli: „Sumir vilja endilega fá mig fyrir þingmann þar hjá ykkur. Jeg hef tekið dauflega undir það. Langar ekkert á þing og get engu síður komið mínum hugmyndum fram ef einhverju nenni. Annars hafa mínar tillögur í pólitík ekki orðið árangurslausar þó jeg hafi setið heima.“ 30 Á árinu 1912 eru stjórnmálin aftur ofarlega á baugi og allharðar deilur um Sambandið við Dani. Samin var málamiðlun sem kölluð var bræðingur. Þannig hljóðar þetta í bréfum Guðmundar norður: „Þið hafið líklega heyrt getið um þennan svokallaða bræðing í sambandsmálinu … þessir gömlu fjandmenn hjer eru nú allt í einu fallnir í faðma ... jeg hef komið þessu af stað í fyrstu en hvað úr því verður veit jeg ekki.“ 31 Guðmundur bíður ekkert með að segja bróður sínum frá afdrifum málsins á þingi og skrifar strax norður „sagt er að bræðingurinn hafi orðið ofaná í þinginu í gærkvöldi.“ 32 Síðar í ágústmánuði víkur Guðmundur í bréfi að gamalgrónu stefi varð andi þingmenn: „Þingið hefur verið ljelegt og helsta ráðið sem þeir góðu menn fundu til þess að bæta úr örðugum fjárhag landsins var að hækka kaup sjálfra sín uppá 10 krónur á dag.“ 33 Það fór samt svo að árið 1914 var Guðmundur kjörinn alþingismaður Austur-Húnvetninga. Árin sem Guðmundur situr á Alþingi voru heilmiklar sviptingar í pólitíkinni og bréf Guðmundar til Páls árið 1915 báru þess merki eins og þetta frá því í febrúar: Eftir að jeg skrifaði síðasta bréf, hefur það borið til tíðinda að kóngur hefur sent boð eftir Hannesi Hafstein, líklega í þeirri von að fá hann til að verða ráðherra til bráðabirgða. Ef úr því verður er ekki ólíklegt að kóngur slaki eitthvað til að minnsta kosti með fánann, annars býst jeg ekki við að Hannes fáist til að taka þetta að sér úr því hann er í miklum minnihluta í þinginu. Ef úr þessu verður, verða nýjar kosningar að vori og þá meiga Húnvetningar fá sér nýjan þingmann ef þeir vilja. Mjer er ekki þingmennskan föst í hendi. 34 Næstu mánuði eftir þetta bréf til Páls voru miklar hræringar í stjórnmál unum. Það ríkti stjórnarkreppa á Íslandi í kjölfar þess að Sigurður Eggerz sagði af sér ráðherradómi. Hannes Hafstein tók ekki verkið að sér. Konungur boðar þá þrjá þingmenn á sinn fund um vorið: Einar Arnórsson, Guðmund Hannesson og Svein Björnsson. Niðurstaða þess fundar varð að Einar Arnórsson var skipaður ráðherra Íslands. 35 Guðmundur skrifar
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==