SSF I 01 tbl. I 23 árg. I 2019

11 47. þing SSF samþykkti samhljóða til - lögu laganefndar um að breyta sam - þykktum samtakanna þannig að tryggt sé að “ hlutfall hvors kyns í stjórn sé ekki lægra en 40% og tryggja skal að formenn séu ekki allir af sama kyni .” Það mun því reyna á þetta ákvæði á næsta þingi SSF en þá mun kjörnefnd fá það hlutverk að gæta þess við talningu atkvæða að kynjahlutföll séu í samræmi við ákvæðið. Kjörnefnd skal jafnframt leitast við að framboð til stjórnar sé í samræmi við kynjahlutföll. KYNJAKVÓTI SAMÞYKKTUR Á ÞINGI SSF 47. þing SSF samþykkti að ráðast í átaksverkefni í menntun - armálum . Átaksverkefnið er að lágmarki til þriggja ára og tekur gildi frá og með námi sem stundað er á sumarönn 2019 en þá hækkar hlutfall endurgreiddra námsgjalda úr 50% í 80% og hámarkfjárhæð sem greidd er á önn hækkar úr 150.000 kr. í 175.000 kr. Styrkur fyrir sumarstarfsmenn hækkar í 30.000 kr. frá og með almanaksárinu 2019 vegna náms sem stundað er á árinu 2019. Hámarksstyrkur vegna Tómstundanáms/-námskeiða sem sótt eru frá og með 1. júní 2019 hækkar í 30.000 kr. Tilgangur verkefnisins er að stuðla að því að félagsmenn sæki sér aukna menntun þannig að þeir verði betur í stakk búnir til að takast á við ný verkefni, hvort sem er innan fjár- málafyrirtækja eða á öðrum vettvangi, vegna tæknibreytinga sem ljóst er að munu hafa áhrif á stóran hluta starfa starfs- fólks í fjármálafyrirtækjum. Í skýrslunni „Ísland og fjórða iðnbyltingin” sem Stjórnarráðið gaf út fyrr á árinu kemur fram að talsverðar eða miklar líkur eru á að 86% starfa muni breytast á komandi árum vegna tæknibreytinga og 28% starfa muni breytast mikið eða hverfa alveg. Í skýrslunni segir einnig að ,,almennt má segja að því hærra sem menntunarstig einstaklings í starfi er þeim mun minni líkur séu á sjálfvirknivæðingu starfsins, til skamms tíma litið”. Mikilvægt er að fjármálafyrirtækin verði þátttakendur í átaksverkefninu með þeim hætti að félagsmenn fái aukið svigrúm til að sinna námi meðfram vinnu, til dæmis með sveigjanlegum vinnutíma tengt próftöku. Fyrirtækin sýni þannig í verki samfélagslega ábyrgð gagnvart starfsmönnum sínum sem margir hverjir hafa helgað líf sitt fyrirtækjunum og unnið þar mest alla starfsævi sína, oft á tíðum í tugi ára. Menntunarsjóður SSF úthlutar árlega um 70 milljónum til félagsmanna en árið 2018 fengu yfir 900 félagsmenn úthlutað úr sjóðnum. Áætlað er að verðmæti átaksverkefnisins sé um 35 milljónir á ári, til viðbótar við þær 70 milljónir sem úthlutað hefur verið árlega, eða yfir 100 milljónir aukalega á næstu 3 árum sem renna beint til félagsmanna. Þess má geta að námsstyrkir eru skattfrjálsir (utan tómstundanáms). MENNTUNARSJÓÐUR SSF – ÁTAKSVERKEFNI Fjárhagsnefnd SSF vann að tillögunni ásamt fræðslunefnd og lagði fyrir þingið. Tillagan var samþykkt samhljóða. Laganefnd SSF.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==