SSF I 01 tbl. I 23 árg. I 2019

8 S tarf kjaranefndar tók mið af stöðu kjarasamningsviðræðna og undirbúningi þeirra . Nefndin var sammála um að leggja áherslu á styttingu vinnuvikunnar beindi því til samninganefndar að vinna að því að stytta vinnuvikuna, þ.e. minnka virkan vinnutíma og viðveru. Kjaranefndin samþykkti einnig ályktun þar sem samninganefnd SSF var hvött til þess að semja um reglur varðandi fastlaunasamninga við viðsemjendur m.t.t. vinnumagns og tímasetningar. Nánar má lesa um ályktanir samninganefndar á heimasíðu SSF undir liðnum Um SSF. A llsherjarnefnd 1 hafði til umfjöllunar jafn - réttismál , fjölskyldumál og tekjujöfnuð . Nefndin beindi því m.a. til fjáramálafyrirtækja sem fengið hafa jafnlaunavottun eða vinna að því að þau sýni fram á hvernig störf eru verðmetin, launabil milli flokka og kynjahlutfall. Einnig beindi nefndin því til fjármála- fyrirtækja að þau innleiddu sveigjanleg starfslok fyrir starfsfólk sem nálgast eftirlaunaárin með það fyrir augum að fólk geti minnkað við sig vinnu fram að 67 ára aldri og að fólki verði gefinn kostur á því í auknum mæli að vinna lengur, hafi það fulla starfsgetu og vilja. Mikil áhersla var lögð á það að foreldrar fái full laun í fæðingarorlofi og ráði hvernig þau ráðstafa fæðingar- orlofi sín á milli. Þá var því beint til fjármálafyrirtækja að þau skapi aukna tryggingu fyrir því að starfsmenn haldi starfi sínu að loknu fæðingarorlofi. 47. ÞING SSF - KJARANEFND Kjaranefnd SSF. 47. ÞING SSF - ALLSHERJARNEFND JAFNRÉTTISMÁL, FJÖLSKYLDUMÁL OG TEKJUJÖFNUÐUR Allsherjarnefnd SSF - Jafnréttismál, fjölskyldumál og tekjujöfnuður N ánar má lesa um ályktanir 47. þings SSF á heimasíðu SSF undir liðnum U m SSF.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==