Traustur bakhjarl
Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) er framsækið stéttarfélag sem vinnur að kjaramálum félagsmanna og byggir starf sitt á gagnkvæmu trausti milli starfsmanna og fyrirtækja með árangur beggja að leiðarljósi. Kjarasamningar Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) gerir heildarkjarasamning fyrir hönd félagsmanna. Samningurinn kveður á um lágmarkskjör félagsmanna og margvísleg réttindi þeirra og skyldur gagnvart launagreiðanda. Kjör félags- manna SSF eru með þeim bestu á Íslandi. Félagar í SSF hafa forgangsrétt að störfum hjá öllum aðildarfyrirtækjum samningsins. Laun Laun eru greidd samkvæmt ráðningasamningi og/eða fastlaunasamningi. Um lágmarkslaun tiltekinna starfsheita er samið í kjarasamningi SSF. Ráðningarsamningar Full réttindi samkvæmt kjarasamningi fást við fastráðningu sem á að eiga sér stað innan sex mánaða frá upphafi starfs. Í kjarasamningi eru ýmis ákvæði um ráðningu starfsmanna og uppsagnarfrest. Lausráðnir starfsmenn hafa tveggja mánaða uppsagnarfrest en fastráðnir þrjá til sex. SSF veitir aðstoð og ráðgjöf við ráðningar- og starfslokasamninga. Kannanir SSF gerir reglulegar launakannanir og aðrar rannsóknir til að fylgjast með raun- verulegum kjörum félagsmanna á vinnumarkaðnum og meta ánægju þeirra með starf sitt og starfsumhverfi. Niðurstöður þeirra má finna á www.ssf.is . Um 75-80% félagsmanna SSF svara launakönnun og því eru niðurstöður mjög mark- tækar og auðveldar félagsmönnum að meta eigin laun m.v. aðra. Félagsgjöld Félagar greiða einungis 0,7% af launum til SSF, upp að ákveðnu hámarki.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==