Traustur bakhjarl

Orlof Árlegt orlof er að lágmarki 24 dagar en að hámarki 30 dagar og fer eftir starfs- aldri félagsmanna. Ef áunnið orlof er tekið utan hefðbundins orlofstíma sem er frá 15. maí–30. september lengist það um 25%, óháð því hver ákveður orlofstöku. Fæðingarorlof Allir fastráðnir félagsmenn SSF halda fullum launum í fæðingarorlofi (upp að viðmiðunarþaki Fæðingarorlofssjóðs) með 80% greiðslu frá Fæðingarorlofs- sjóði og mótframlagi atvinnurekanda. Félagsmenn halda öllum starfstengdum réttindum, orlofsframlagi, orlofsdögum og starfsaldri í fæðingarorlofi. Einnig fá fastráðnir félagar SSF fæðingarstyrk greiddan við fæðingu barns gegn framvísun fæðingarvottorðs. Tryggingar Allir fastráðnir félagsmenn SSF eru slysa- og líftryggðir allan sólarhringinn. Þessar tryggingar eru viðbót við lögboðnar skyldutryggingar atvinnurekanda. Tryggingarnar gilda alltaf hvar sem er í heiminum.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==