Traustur bakhjarl

Veikindi Fastráðnir starfsmenn sem veikjast halda óskertum launum í 4,5 mánuð hið minnsta en allt að 12 mánuðum þegar lengri starfsaldri er náð. Lausráðnir starfsmenn eiga rétt á óskertum launum í allt að 1,5 mánuð. Í kjarasamningi eru ákvæði sem varða skyldur atvinnurekanda til heilsuverndar á vinnustað o.fl . Lífeyrisréttur Lífeyrisréttindi eru umfram það sem önnur stéttarfélög á almennum vinnu­ markaði hafa samið um við sína atvinnurekendur, m.a. með aukaframlagi í séreignarsjóð eftir þriggja ára starf. Trúnaðarmenn Markvisst net trúnaðarmanna SSF nær til allra vinnustaða sem félagsmenn starfa á. Hlutverk trúnaðarmanna er að aðstoða félagsmenn við lausn álita­ mála og eru þeir mikilvægur tengiliður stéttarfélagsins við félagsmenn. SSF og trúnaðarmenn vinna í samstarfi við starfsmannafélag innan hvers fyrirtækis. Aðildarfélög Starfsmannafélög innan hvers fyrirtækis hafa flest hver umsjón með fjöl­ breyttu starfi í þágu félagsmanna, s.s. margskonar trúnaðarstörf, sjá um greiðslu íþróttastyrks og hafa umsjón með leigu orlofshúsa sem félagsmenn hafa aðgang að. Vinnudeilusjóður Markmið SSF er að ná hagstæðum samningum fyrir hönd félagsmanna og eiga gott samstarf við fyrirtækin sem félagsmenn starfa hjá. Það samstarf hefur gengið vel en þó er mikilvægt að SSF sé í stakk búið að mæta kostnaði ef til alvarlegra vinnudeilna kemur. SSF á sterkan vinnudeilusjóð og er aðili að samnorrænum vinnudeilusjóði í eigu stéttarfélaga starfsmanna fjármálafyrir- tækja á Norðurlöndum.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==