Traustur bakhjarl
Sjóðir SSF rekur tvo öfluga sjóði sem félagsmenn geta nýtt sér á margvíslegan hátt. Umsóknir eru sendar inn í gegnum Mínar síður á ssf.is og þar er einnig að finna úthlutunarreglur sjóðanna. Menntunarsjóður SSF Sjóðurinn styrkir nám samhliða starfi, hámark þrjár annir á ári. Styrkir eru veittir fyrir allt að 80% af námsgjöldum að því hámarki sem sjóðstjórn ákveður hverju sinni. Sjóðurinn styrkir allt einingametið nám hjá viðurkenndum menntastofnunum og aðra menntun sem nýtist félagsmönnum SSF á vinnu- markaði. Að auki greiðir sjóðurinn út tómstundastyrk upp að 30.000 kr. á hverju 12 mánaða tímabili. Kostnaður s.s. vegna námsbóka eða ferða er ekki greiddur. Sjóðurinn er fjármagnaður með framlagi atvinnurekenda. ÞVÍ BETRI GÖGN MEÐ UMSÓKNUM UM STYRKI ÞVÍ FLJÓTARI ERUM VIÐ AÐ AFGREIÐA!
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==