Ársskýrsla SSF 2022
Menntunarsjóður SSF Markmið Menntunarsjóðs SSF er að efla félagsmenn í starfi og gera þá að verðmætari starfsmönnum. Sjóðnum er ætlað að veita styrki vegna kostnaðar við menntun, símenntun og endurmenntun. Sjóðurinn styrkir einnig ýmis námskeið í námstækni, og námskeið sem nýtast til félagsstarfa. Á 47. þingi SSF 2019 var samþykkt sérstakt tímabundið átak til þriggja ára í menntunarmálum, reglur rýmkaðar og styrkir hækkaðir, ekki síst í því skyni að gera félagsmönnum kleift að takast á við störf á nýjum vettfangi í kjölfar uppsagna. Átakinu hefur verið haldið áfram með óbreyttu sniði. Hámarksstyrkur á misseri er 80% af námskeiðsgjöldum, þó aldrei hærri en kr. 175.000. Félagsmaður getur fengið allt að kr. 525.000 samtals á ári í styrk m.v. þrjú misseri, janúar-maí, júní-ágúst og september-desember. Menntunarsjóður SSF hefur úthlutað styrkjum til félagsmanna frá árinu 2001. Rekstrartekjur (Árgjöld) 85.557* Rekstrargjöld 103.801 Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld 423 Hagnaður (17.821) Eigið fé 66.518 *Fjárhæðir í þús. króna 11 Ársskýrsla Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja 2022
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==