Ársskýrsla SSF 2022

Stjórn SSF skipa 9 félagsmenn sem kjörnir eru til þriggja ára í senn á þingi SSF. Stjórnarseta er launuð og eru laun stjórnarmanna ákveðin á þingi SSF. Árið 2022 voru aðildarfélög að SSF ellefu talsins. Forsvarsmenn aðildarfélaga hafa beina aðkomu að starfi og stefnumótun SSF. Félagsmenn aðildarfélaga SSF kjósa fulltrúa á þing SSF. Um 96% félagsmanna SSF standa að baki þessum 11 aðildarfélögum. Formannafundir SSF eru haldnir einu sinni á ári, og oftar ef þörf er á. Fundina sitja stjórnarmenn SSF og formenn og stjórnarmenn aðildarfélaga auk reyndra trúnaðarmanna. Formannafundir hafa það hlutverk að fylgjast með störfum stjórnar SSF, vera henni til ráðuneytis og styrkja tengslin milli aðildarfélaganna og stjórnar SSF. Haldinn var formanna- og trúnaðarmannafundur í janúar 2022 á „teams“ vegna fjöldatakmarkana og var vel sóttur. Í nóvember var Covid á bak og burt og var þá haldinn stór fundur með formönnum og trúnaðarmönnum þar sem áherslan var lögð á kjarasamninga sem þá voru lausir. Mættu milli 60-70 manns sem unnu í hópum að því að forgangsraða megináherslum í kjarasamningsviðræðum. Tæplega hundrað trúnaðarmenn eru fulltrúar SSF á vinnustöðum. Trúnaðarmenn eru mikilvægur hlekkur í rekstri stéttarfélagsins og leggur SSF mikla áherslu á traust samband milli trúnaðarmanna og skrifstofu SSF, til dæmis með öflugu fræðslustarfi á sérstökum námskeiðum fyrir trúnaðarmenn. SSF hefur umsjón með sjóðum SSF, það er Styrktarsjóði og Menntunarsjóði, og hefur með höndum allan daglegan rekstur sjóðanna í samræmi við úthlutunarreglur og í samráði við stjórnir sjóðanna. SSF á einnig öflugan Vinnudeilusjóð. 5 Ársskýrsla Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja 2022

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==