Ársskýrsla SSF 2022
Tölvukerfi SSF SSF rekur tölvukerfi sem er leigt og þjónustað af DK ehf. SSF og DK hafa um árabil átt farsælt samstarf. Fyrirtækið Kaktus Kreatives ehf. sér um „Mínar síður“, en kerfið hefur bætt verulega þjónustu við félagsmenn þar sem allt umsóknarferli í sjóði SSF er nú rafrænt. Rekstur SSF er þess eðlis að tölvukerfi félagsins geymir mikið magn persónuupplýsinga og leggur félagið því mikil áherslu á öryggismál. Þing SSF Þing SSF fer með æðsta vald í öllum málefnum SSF. Þingið er haldið á þriggja ára fresti og var síðasta þing haldið í mars 2022. Næsta þing verður haldið í mars 2025, á 90. afmælisári samtakanna. Á þingi SSF er stefna og áherslur í starfi félagsins ákveðnar til þriggja ára í senn, ný stjórn SSF er kosin auk þess sem fjárhagsáætlun er gerð fyrir rekstur SSF til næstu þriggja ára. Á milli þinga er rekstur SSF í höndum stjórnar SSF og formannafunda. Þing SSF er skipað fulltrúum allra aðildarfélaga SSF. Þingið sækja um 80 manns og er það skipulagt með þéttri dagskrá í tvo heila daga. Þingfulltrúar fá ekki greitt fyrir þingsetu en SSF greiðir ferðakostnað, gistingu og uppihald. Erlent samstarf SSF er aðili að tveimur erlendum regnhlífasamtökum. Þetta eru norrænu samtökin NFU (Nordic Financial Union) og alheimssamtökin UNI sem eru samtök starfsmanna sem starfa við þjónustu. SSF tekur virkan þátt í starfi þessara samtaka og situr Ari Skúlason í stjórn NFU og hann auk Guðnýjar S. Magnúsdóttur í miðstjórn NFU. Aðild að NFU tryggir einnig aðgang að sameiginlegum norrænum vinnudeilusjóði. Þá hefur SSF einnig átt fulltrúa í ungliðasamtökum verkalýðsfélaga UNI-Youth. Á þingi UNI Europa Youth í júní 2022 bauð Jóhanna M. Jónsdóttir stjórnarmaður í SSF sig fram sem varaforseti í stjórn samtakanna og hlaut hún kosningu með fullt hús stiga. Jóhanna hefur einnig setið í Womens committee innan UNI. Stærstur hluti kostnaðar vegna erlends samstarf er félagsgjöld til þessara tveggja samtaka. 7 Ársskýrsla Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja 2022
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==