Ársskýrsla SSF 2022

Launakönnun Það er stefna stjórnar SSF að framkvæma launakannanir annað hvert ár, en þó með tilliti til stöðu kjarasamninga hverju sinni. Síðasta könnun var framkvæmd í október 2021. Til að fá sem mesta þátttöku í launakönnun voru lykilorð í lokuðum ómerktum umslögum afhent félagsmönnum á hverjum vinnustað, algerlega órekjanleg. Svörun var 76% sem er með eindæmum góð þátttaka í launakönnun á Íslandi. Markmiðið með launakönnun er að fylgjast með almennum kjörum félagsmanna og breytingum á kaupi og kjörum milli ára. Einnig eru ýmsir aðrir þættir í starfi og starfsaðstæðum félagsmanna kannaðir, meðal annars vinnutími, jaflaunastefna, aðstaða til heimavinnu, álag og streita tengt starfinu o. fl. Skoðun félagsmanna á þjónustu SSF er könnuð, og almennt eru félagsmenn ánægðir með samskiptin við starfsmenn SSF. Næsta launakönnun er fyrirhuguð á haustdögum 2023. Á heimasíðu SSF má finna heildar niðurstöðu launakönnunar 2021 (og eldri kannana). Fræðslu-, kynningar- og útgáfustarfsemi Öflug fræðslu-, útgáfu- og kynningarstarfsemi er mikilvægur þáttur í rekstri stéttarfélags. Ekkert SSF blað kom út árið 2022. Til að halda utan um söguna er því mikilvægt að taka saman styttri greinar sem birst hafa á heimasíðu SSF og gefa út til varðveislu. Félagið nýtir sér jafnframt vef- og samskiptamiðla til að miðla upplýsingum til félagsmanna en samtökin eru með um 2.900 fylgjendur á Facebook og Instagram, en langstærstur hluti þeirra eru félagsmenn SSF. SSF hélt námskeið fyrir nýja trúnaðarmenn í október 2022 á Hótel Hamri sem tókst vel að venju, enda afar gagnlegt og gott að hitta trúnaðarmenn og fyrir þá að hitta aðra trúnaðarmenn, stjórn og starfsmenn SSF. Að auki voru haldnir tveir formannafundir og var trúnaðarmönnum boðið að taka þátt í þeim fundum. 8 Ársskýrsla Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja 2022

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==