Ársskýrsla SSF 2022
Á heimasíðu SSF er að finna trúnaðarmannahandbók SSF sem er handhægt uppflettirit með ýmsum gagnlegum upplýsingum auk bæklingsins “Traustur bakhjarl”, lítill upplýsingabæklingur um helstu kjör SSF. Styrktarsjóður SSF Sjóðurinn var stofnaður á grundvelli bókunar með kjarasamningi bankamanna sem undirritaður var í apríl 1997. Sjóðurinn hefur úthlutað styrkjum til félagsmanna frá árinu 1999. Sjóðurinn er fjármagnaður með framlagi atvinnurekenda sem greiða upphæð sem nemur 0,7% af launum starfsmanna til sjóðsins. Meginverkefni Styrktarsjóðs er að greiða félagsmönnum SSF sjúkradagpeninga verði þeir óvinnufærir vegna veikinda eða slysa og hafa nýtt veikindarétt sinn samkvæmt kjarasamningi SSF að fullu. Sjóðurinn endurgreiðir jafnframt hluta kostnaðar vegna ýmissa fyrirbyggjandi meðferða og skoðana samkvæmt úthlutunarreglum sjóðsins hverju sinni. Heildarúthlutun úr Styrktarsjóði árið 2022 nam rúmlega 259 m.kr . samanborið við rúmlega 221 m.kr árið 2021. Rekstrartekjur 284.633* Rekstrargjöld 259.533 Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld 3.059 Hagnaður 28.160 Eigið fé 169.730 Fjárhæðir í þús. króna 9 Ársskýrsla Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja 2022
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==