Kjarasamningur SSF og SA - 1. april 2019 - 1. nóvember 2022
10 1.2 Dagvinnukaup 1.2.1 Gildir til og með 31. desember 2019: Dagvinnukaup á klst. miðast við deilitölu 160 miðað við þann launaflokk sem viðkomandi starfsmaður er í. Gildir frá og með 1. janúar 2020: Dagvinnukaup miðast við deilitölu 159,25 miðað við mánaðarlaun fyrir dag- vinnu. 1.3 Yfirvinnukaup 1.3.1 Gildir til og með 31. mars 2020: Yfirvinna er greidd með tímakaupi. Tímakaup fyrir yfirvinnu í hverjum launa- flokki er 1,0385% af mánaðarlaunum miðað við þann launaflokk sem við- komandi starfsmaður tekur laun eftir. Gildir frá og með 1. apríl 2020: Yfirvinna er greidd með tímakaupi. Tímakaup fyrir yfirvinnu er 1,0385% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu, sbr. gr. 1.2.1. 1.3.2 Gildir til og með 31. mars 2020: Öll vinna, sem unnin er á stórhátíðum (nýársdag, páskadag, hvítasunnudag, jóladag og eftir kl. 12.00 á aðfangadag jóla og gamlársdag, föstudaginn langa og 17. júní), greiðist með tímakaupi sem nemur 1,375% af mánaðarlaunum miðað við þann launaflokk er starfsmaður tekur laun eftir. Gildir frá og með 1. apríl 2020: Öll vinna, sem unnin er á stórhátíðum (nýársdag, páskadag, hvítasunnudag, jóladag og eftir kl. 12.00 á aðfangadag jóla og gamlársdag, föstudaginn langa og 17. júní), greiðist með tímakaupi sem nemur 1,375% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu, sbr. gr. 1.2.1. 1.3.3 Semja má við starfsmenn um fasta mánaðarlega þóknun fyrir yfirvinnu. 1.3.4 Öll yfirvinna skal greidd eftir á fyrir hvern mánuð eða 30 daga og komi til útborgunar eigi síðar en 2 vikum eftir síðasta reikningsdag. 1.3.5 Starfsmaður í hlutastarfi skal fá greitt dagvinnukaup sæki hann námskeið að deginum til þótt það sé haldið utan reglulegs vinnutíma hans. 1.4 Álagsgreiðslur og vaktaálag 1.4.1 Vaktaálag skal miðast við þann launaflokk sem viðkomandi starfsmaður er í. Á tímabilinu kl. 17:00-24:00 skal vaktaálag vera 33,33%, á tímabilinu kl. 24:00-09:00 og um helgar 45% og á stórhátíðadögum 90%. Þetta ákvæði á þó ekki við um kvöld- og næturverði né um starfsfólk sem vinnur á tímabilinu kl. 12:30-19:15, sbr. grein 2.2.3.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==