Kjarasamningur SSF og SA - 1. april 2019 - 1. nóvember 2022

11 1.5 Röðun starfsheita í launaflokka (Grein 1.5 fellur í heild út úr samningi frá og með 1. janúar 2021) 3 Lágmarkslaun starfsheita í launaflokka skulu vera sem hér segir: 121 Nýliðar 131 Gjaldkerar og bankaritarar 151 Fulltrúar/ráðgjafar 161 Deildarstjórar/féhirðar 171 Þjónustu-/afgreiðslu- og skrifstofustjórar 171 Sérfræðingar 191 Útibússtjórar, forstöðumenn og embættismenn (Tilvísun í launaflokk 191 fellur út úr samningi frá og með 1. apríl 2020) 1.6 Desember- og orlofsuppbót 1.6.1 Desemberuppbót fyrir hvert almanaksár miðað við fullt starf er sem hér segir: Á árinu 2019 kr. 92.000. Á árinu 2020 kr. 94.000. Á árinu 2021 kr. 96.000. Á árinu 2022 kr. 98.000. Fullt ársstarf telst í þessu sambandi 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof. Uppbótin greiðist eigi síðar en 15. desember ár hvert, miðað við starfshlutfall og starfstíma, öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi fyrstu viku í desember. Desemberuppbót innifelur orlof, er föst tala og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum. Áunna desemberuppbót skal gera upp samhliða starfslokum verði þau fyrir gjalddaga uppbótarinnar. 1.6.2 Orlofsuppbót Orlofsuppbót fyrir hvert orlofsár (1. maí til 30. apríl) miðað við fullt starf er: Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2019 verði orlofsuppbót kr. 50.000. Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2020 verði orlofsuppbót kr. 51.000. Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2021 verði orlofsuppbót kr. 52.000. Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2022 verði orlofsuppbót kr. 53.000. Fullt ársstarf telst í þessu sambandi 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof. Uppbótin greiðist þann 1. júní miðað við starfshlutfall og starfstíma á orlofsár- inu, öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30. apríl eða eru í starfi fyrstu viku í maí. Orlofsuppbót innifelur orlof, er föst tala og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum. Áunna orlofsuppbót skal gera upp samhliða starfslokum verði þau fyrir gjalddaga uppbótarinnar. 3 Frá og með 1. janúar 2021 er launataflan felld út úr kjarasamningi og við tekur viðmið um lágmarkslaun starfsheita. Við þessa breytingu fellur grein 1.5 í heild sinni út úr samningnum.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==