Kjarasamningur SSF og SA - 1. april 2019 - 1. nóvember 2022

13 2 VINNUTÍMI 2.1 Dagvinna 2.1.1 Hinn almenni dagvinnutími er frá kl. 9 til kl. 17 mánudaga til föstudaga, að báðum dögum meðtöldum. 2.1.2 Vinnutími starfsmanna skal vera samfelldur. Að öðrum kosti reiknast auður tími milli vinnutíma að fullu. 2.1.3 Starfsmenn skulu ljúka venjulegum daglegum verkefnum þó það taki lengri tíma en hinn tilgreinda dagvinnutíma. 2.1.4 Heimilt er að haga vinnudegi með öðrum hætti en segir í grein 2.1.1 sé um það samkomulag milli hlutaðeigandi starfsmanna, stjórnar starfsmannafélags og fjármálafyrirtækis. 2.1.5 Vinnutímastytting frá 1. janúar 2020 Frá 1. janúar 2020 kemur til framkvæmda vinnutímastytting, sem styttir vinnu- tíma starfsmanna um 45 mínútur á viku með því markmiði að ná fram gagn- kvæmum ávinningi og bæta nýtingu vinnutíma þar sem því verður við komið. Verði ekki samið um aðra útfærslu á vinnustað eða við starfsmann verður vikuleg vinnutímastytting framkvæmd sem hálfur vinnudagur mánaðalega á tímabilinu 1. september til 31. maí (m.v. starfsmann í fullu starfi sem hefur jafna vinnuskyldu alla virka daga). Skipulag frítökunnar innan hvers mánaðar fer fram á hverjum vinnustað fyrir sig. 2.2 Hlutastarf 2.2.1 Starfsmaður, sem vinnur hlutastarf, hlýtur greiðslur og orlof eins og starfshlut- fall hans segir til um. 2.2.2 5 Starfshlutfall er metið með hliðsjón af greinum 1.1.3 og 1.2.1. Matartími telst ekki til vinnutíma. 2.2.3 Launahlutfall starfsmanna, sem vinna 6 1/4 klst. á dag með fastan vinnutíma á tímabilinu kl. 12:30-19:15, er 100% og er ekki talin yfirvinna né vaktaálag á þann tíma. 2.2.4 Réttindi þeirra sem vinna hluta úr degi Starfsmenn sem vinna reglubundið hlutastarf (fyrirfram umsamið starf/starfs- hlutfall), hvort sem er hluta úr degi eða hlutastarf með öðrum hætti, skulu njóta sama réttar til greiðslu samningsbundinna og lögbundinna áunninna réttinda, svo sem um frídaga, veikinda- og slysadaga, uppsagnarfrests, starfsaldurs- hækkana, o.fl ., og þeir sem vinna fullan vinnudag og skulu greiðslur miðaðar við starfshlutfall og venjulegan vinnudag viðkomandi starfsmanns. Að öðru leyti vísast til laga um starfsmenn í hlutastörfum nr. 10/2004 eftir því sem við á. 5 Tilvísun í grein 1.1.3 fellur niður frá og með 1. janúar 2021. Frá og með 1. janúar 2021 fellur launataflan út úr kjarasamningnum. Nokkur ákvæði sem tengjast launatöflunni falla samhliða út úr samningnum, m.a. grein 1.1.3.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==