Kjarasamningur SSF og SA - 1. april 2019 - 1. nóvember 2022
17 3 MATAR- OG KAFFITÍMAR, FÆÐI OG MÖTUNEYTI 3.1 Vinnuhlé í dagvinnu 3.1.1 Matartími, 30 mín., skal vera á tímabilinu 11:30 – 13:30. Ef mötuneyti er ekki fyrir hendi skal matartími vera ein klst. á sama tímabili án lengingar dagvinnu- tímabils. 3.1.2 Heimilt er að lengja, stytta eða fella niður matar- og kaffitíma með samkomu- lagi fyrirtækis og þeirra starfsmanna sem í hlut eiga og stjórnar starfsmanna- félags. 3.1.3 Sé matartíma á dagvinnutímabili breytt samkvæmt grein 3.1.2 lýkur dagvinnu- tímabilinu þeim mun síðar eða fyrr. 3.1.4 Á venjulegum vinnudegi skal vera 20 mín. kaffihlé og telst það til vinnutímans. 3.1.5 Starfsmaður skal eiga rétt á fullri klst. í matarhléi, enda þótt mötuneyti sé til staðar, þegar heilsufarslegar ástæður krefjast þess að mati trúnaðarlæknis fyrir- tækis. 3.2 Vinnuhlé í yfirvinnu 3.2.1 Sé unnin yfirvinna, skulu matartímar vera ein klst. á tímabilinu kl. 19 – 20 að kvöldi, kl. 03 – 04 að nóttu og kl. 11:30 – 13:30 á frídögum skv. grein 2.3.2. Matartímar þessir á yfirvinnutímabili teljast til vinnutímans. Matartímar í yfir- vinnu hjá starfsmönnum, sem vinna til kl. 19:15 skv. grein 2.2.3, eru að kvöldi frá kl. 19:15 – 20:15. 3.2.2 Sé unnin yfirvinna eða aukavakt, skulu kaffitímar vera kl. 21:00—21:20, 24:00 – 00:20, 05:40 – 06:00 og 07:40 – 08:00. Kaffi- og matartímar í yfirvinnu á tímabilinu kl. 08:00 – 17:00 skulu vera þeir sömu og í dagvinnu. 3.3 Fæði og mötuneyti 3.3.1 Starfsmenn skulu hafa aðgang að matstofu þar sem því verður við komið og samstaða er um hjá hlutaðeigandi starfsfólki og forráðamönnum vinnustaðar.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==