Kjarasamningur SSF og SA - 1. april 2019 - 1. nóvember 2022
20 5 FERÐIR OG GISTING 5.1 Ferðakostnaður skv. reikningi 5.1.1 Kostnaður vegna ferðalaga innanlands á vegum fjármálafyrirtækis skal greiðast eftir reikningi, enda fylgi fullnægjandi frumgögn. Sama gildir ef hluti vinnu- dags er unninn svo langt frá föstum vinnustað að starfsmaður þurfi að kaupa sér fæði utan heimilis eða fasts vinnustaðar. 5.1.2 Starfsmenn skulu fá fyrirframgreiðslu áætlaðs ferðakostnaðar. 5.2 Dagpeningar innanlands 5.2.1 Einnig má greiða gisti- og ferðakostnað með dagpeningum sé um það sam- komulag eða ekki unnt að leggja fram reikninga. 5.2.2 Dagpeningar á ferðalögum innanlands fari skv. ákvörðunum ferðakostnaðar- nefndar ríkisins. 5.3 Greiðsluháttur 5.3.1 Fyrir fram skal af fjármálafyrirtæki og starfsmanni ákveðið hvaða háttur á greiðslu ferðakostnaðar skal viðhafður hverju sinni. 5.4 Akstur til og frá vinnu 5.4.1 Hefjist vinnutími starfsmanns eða ljúki á þeim tíma sem almenningsvagnar ganga ekki skal honum séð fyrir ferð eða greiddur ferðakostnaður. 5.4.2 Heimilt er einstökum félögum að semja nánar um hvernig ákvæði greinar þess- arar skuli framkvæmd í einstökum tilfellum. 5.5 Fargjöld erlendis 5.5.1 Fargjöld á ferðalögum erlendis skulu greidd eftir reikningi, enda fylgi ávallt farseðlar. 5.6 Dagpeningar á ferðum erlendis 5.6.1 Dagpeningagreiðslur til starfsmanna vegna ferða erlendis fylgi ákvörðunum Ferðakostnaðarnefndar ríkisins. 5.6.2 Af dagpeningum á ferðalögum erlendis ber að greiða allan venjulegan ferða- kostnað annan en fargjöld, s.s. kostnað vegna leigubifreiða að og frá flug- völlum, fæði og húsnæði. 5.7 Dagpeningar vegna námskeiða 5.7.1 Dagpeningar vegna námskeiða, þjálfunar- og eftirlitsstarfa greiðast eftir ákvæðum greinar 5.2 eða 5.6 fyrstu 30 dagana en dagpeningar umfram 30 daga á sama stað fer skv. Ferðakostnaðarnefnd rikisins.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==