Kjarasamningur SSF og SA - 1. april 2019 - 1. nóvember 2022

25 7 SLYSA- OG LÍFTRYGGINGAR 7.1 Slysatryggingar 7.1.1 Skylt er atvinnurekanda að vátryggja launafólk það, sem samningur þessi tekur til, fyrir dauða og varanlegri læknisfræðilegri örorku af völdum slyss. 7.1.2 Vátryggingin gildir allan sólarhringinn. 7.1.3 Starfsmaður missir eigi rétt sinn til bóta samkvæmt þessari vátryggingu þó hann sé vátryggður annars staðar. Þó greiðast ekki bætur til starfsmanns úr vátryggingu þessari hafi fjármálafyrirtæki jafnframt keypt ferðaslysatryggingu sem starfsmaður fellur undir, enda veiti hún betri vernd en vátrygging þessi. 7.1.4 Vátryggingin greiðir ekki bætur vegna slyss, sem hlotist hefur af notkun skráningarskyldra vélknúinna ökutækja og er bótaskyld skv. lögboðinni öku- tækjatryggingu, hvort heldur ábyrgðartryggingu eða slysatryggingu ökumanns og eiganda skv. umferðarlögum. 7.1.5 Vátryggingin tekur gildi gagnvart starfsmanni þegar hann hefur störf fyrir atvinnurekanda (fer á launaskrá) og fellur úr gildi þegar hann fellur af launa- skrá. Vátryggingin gildir einnig í launalausu leyfi nema starfsmaður taki á tímabilinu launað starf hjá öðrum aðila, þó aldrei lengur en í eitt ár frá því að launalausa leyfið hefst. 7.1.6 Vísitala og vísitölutenging bóta Vátryggingafjárhæðir miðast við vísitölu neysluverðs fyrir júlí 2019 (468,8 stig) og breytast 1. dag hvers mánaðar í réttu hlutfalli við breytingu vísi- tölunnar. Bótafjárhæðir reiknast á grundvelli vátryggingarfjárhæða á slysdegi en breytast með vísitölu neysluverðs í réttu hlutfalli við breytingu vísitölunnar frá slysdegi til uppgjörsdags. 7.1.7 Bætur vegna varanlegrar örorku Bætur vegna varanlegrar örorku greiðast í hlutfalli læknisfræðilegar afleiðingar slyss. Skal varanleg örorka metin til stiga samkvæmt töflu um miskastig, sem gefin er út af Örorkunefnd og skal matið miðast við heilsufar tjónþola eins og það er þegar það er orðið stöðugt. Grunnfjárhæð örorkubóta er kr. 18.911.253. Bætur vegna varanlegrar örorku skulu reiknast þannig að fyrir hvert örorkustig frá 1-25 greiðast kr. 189.113, fyrir hvert örorkustig frá 26-50 greiðast kr. 378.226, fyrir hvert örorkustig frá 50-100 greiðast kr. 756.450. Bætur vegna 100% varanlegrar örorku eru því kr. 52.005.958. Örorkubætur skulu jafnframt taka mið af aldri tjónþola á slysdegi þannig að bætur lækki um 2% fyrir hvert aldursár eftir 50 ára aldur. Eftir 70 ára aldur lækki bætur um 5% af grunnfjárhæð fyrir hvert aldursár. Aldurstenging örorku- bóta skal þó aldrei leiða til meiri skerðingar en 90%.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==