Kjarasamningur SSF og SA - 1. april 2019 - 1. nóvember 2022

32 11 FRÆÐSLUMÁL, LEYFI OG ATVINNUMISSIR 11.1 Fullorðinsfræðsla 11.1.1 Aukin verði fullorðinsfræðsla og endurmenntun fyrir starfshópa og starfsmenn. Einnig skal leggja áherslu á sérþjálfun. 11.2 Leyfi 11.2.1 Starfsfólk, sem starfsins vegna hefur á því sérstaka þörf, getur hlotið leyfi um stundarsakir til fræðslu eða rannsóknarferða á vegum fjármálafyrirtækja og fyrir þeirra tilstilli, sbr. grein 5.7. Jafnframt gefist starfsfólki kostur á leyfi frá starfi á eigin vegum með samkomulagi við æðstu stjórnendur. 11.3 Atvinnumissir 11.3.1 Leggist niður störf eða fækki föstu starfsfólki við meiriháttar skipulags- eða tæknibreytingar, skal leitast við að veita því önnur störf í fyrirtækinu með sambærilegum tekjumöguleikum og þá þjálfun sem þarf til að mæta hinu nýja starfi.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==