Kjarasamningur SSF og SA - 1. april 2019 - 1. nóvember 2022

34 13 ÝMIS ÁKVÆÐI 13.1 Samvinna um skipulags- og tæknimál 13.1.1 Samvinna skal ríkja milli stjórnenda og starfsmanna sem miðar að góðri starfsaðstöðu og starfsöryggi og tryggt gæti árangursríkt starf en um leið eflt rekstur viðkomandi fjármálafyrirtækis. Með samvinnu þessari skal tryggt hverju sinni að sjónarmið starfsmanna komi fram. Leitað skal samkomulags milli fjármálafyrirtækis annars vegar og viðkomandi starfsmannafélags og/eða SSF hins vegar um breytingar á skipulagi, s.s. tæknivæðingu, opnunartíma, umhverfi, starfsaðstöðu, fræðslumálum og starfsþjálfun, enda varði þessi atriði umtalsverðan fjölda starfsfólks á hverjum vinnustað. Fjármálafyrirtæki greini starfsmannafélagi og/eða SSF frá fyrirhuguðum breytingum þegar á umræðu- stigi og verði fulltrúi starfsmanna hafður með í ráðum. 13.1.2 Innan hvers fjármálafyrirtækis, þar sem því verður við komið, starfi fræðslu- nefnd skipuð fulltrúum viðkomandi fjármálafyrirtækis og starfsmannafélags. 13.2 Skilgreining 13.2.1 Þar sem orðið „fjármálafyrirtæki“ er notað í kjarasamningi þessum er átt við fyrirtæki þau sem félagsmenn SSF vinna hjá og eru aðilar að samningi þessum hvort sem það eru bankar, sparisjóðir eða þjónustustofnanir í eigu einstakra banka eða fleiri banka í sameiningu. 13.3 Lágmarkskjör 13.3.1 Kjör samkvæmt kjarasamningi þessum eru lágmarkskjör. 13.3.2 Enginn starfsmaður skal lækka í launaflokki eða öðrum kjörum frá því sem nú er samkvæmt samningi þessum eða sérsamningum. Hafi starfsmaður betri kjör en í samningi þessum greinir skulu þau haldast. 13.4 Starfsreglur 13.4.1 Fjármálafyrirtækin geta hvert fyrir sig sett nánari starfsreglur fyrir starfsmenn sína og skal samræma þær. Leita skal umsagnar stjórnar SSF áður en þær taka gildi. 13.4.2 Starfsmönnum er stranglega bannað að skýra óviðkomandi frá málefnum fjár- málafyrirtækisins eða nokkru sem snertir viðskipti einstakra manna, stofnana eða fyrirtækja við það. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi. 13.4.3 Starfsmaður, sem vegna starfs síns er stefnt fyrir dóm, skal njóta lögfræðiað- stoðar frá fjármálafyrirtækinu, endurgjaldslaust. Þetta á þó ekki við í mála- ferlum sem kunna að rísa milli fjármálafyrirtækis og starfsmanna. 13.5 Trúnaðarmenn o.fl. 13.5.1 Stjórnarmenn starfsmannafélaga og SSF hljóti hæfilegan frítíma á óskertum launum til nauðsynlegrar þátttöku í fundum er snerta störf þeirra sem slíkra

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==