Kjarasamningur SSF og SA - 1. april 2019 - 1. nóvember 2022

39 Sameiginleg ákvæði og bókanir, dags. 8. september 2015 Breytingar á aðalkjarasamningi aðila Bókanir Samfellt starf og áunnin réttindi Með „samfelldu starfi“ í skilningi kjarasamninga er átt við að starfsmaður hafi verið í samfelldu ráðningarsambandi óháð því hvort hann hafi fallið tímabundið af launaskrá. Launalaust tímabil telst þó ekki hluti ráðningartíma við ávinnslu réttinda, ákveði lög eða kjarasamningar ekki annað sbr. t.d. lögbundið fæðingarorlof. Tjón á tönnum við vinnuslys Aðilar munu sameiginlega fara þess á leit við vátryggingarfélög að vátryggingar- skilmálum vegna slysatryggingar launþega verði breytt á þann veg að bættur verði nauðsynlegur kostnaður vegna tannbrots af völdum slyss við vinnu og umfram er greiðsluþátttöku samkvæmt lögum um almannatryggingar. Um fyrirvara fer að öðru leyti samkvæmt lögum um almannatryggingar og skilmálum vátryggingarfélaga. Bókun vegna launatöflu Í tengslum við einföldun launatöflu 2020 – 2022 er samkomulag um að horfa til fullra launa/heildarlauna (mv. fullt starf) við ákvörðun launabreytinga. Starfsmenn sem hafa full laun/heildarlaun sem rúmast innan launatöflu taka launabreytingum eins og launataflan segir til um. Starfsmenn sem hafa samsett laun/heildarlaun (þar á meðal mánaðarlaun að viðbættum föstum álags- eða aukagreiðslum) umfram það sem kemur fram í launatöflu taka almennum launahækkunum skv. 3. gr. samnings þessa.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==