Kjarasamningur SSF og SA - 1. april 2019 - 1. nóvember 2022

40 KJARASAMNINGUR milli Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja og Samtaka atvinnulífsins 1. gr. Kjarasamningur þessi felur í sér breytingar og viðbætur við kjarasamning Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) við Samtök atvinnulífsins (SA). 2. gr. Gr. 1.1. um mánaðarlaun orðist svo: Mánaðarlaun starfsmanns sem gegnir fullu starfi, fer skv. launatöflu sem fylgir samningi þessum. Launatafla fellur brott 1. janúar 2021 en við taka lágmarkslaun fyrir tiltekin starfsheiti. Fæðingarstyrkur er kr. 79.981 frá 1. maí 2019. 3. gr. Hækkun mánaðarlauna Launahækkanir samningsins eru allar í formi krónutöluhækkana á mánaðarlaun. Með mánaðarlaunum er átt við föst mánaðarlaun fyrir dagvinnu. Almenn hækkun mánaðarlauna fyrir fullt starf 1. apríl 2019: 17.000 kr. 1. apríl 2020: 18.000 kr. 1. janúar 2021: 15.750 kr. 1. janúar 2022: 17.250 kr. Kjaratengdir liðir kjarasamningsins hækka um 2,5% á sömu dagsetningum, nema um annað hafi verið samið. 4. gr. Desember- og orlofsuppbót Desemberuppbót fyrir hvert almanaksár miðað við fullt starf er: Á árinu 2019 kr. 92.000. Á árinu 2020 kr. 94.000. Á árinu 2021 kr. 96.000. Á árinu 2022 kr. 98.000.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==