Kjarasamningur SSF og SA - 1. april 2019 - 1. nóvember 2022

41 Orlofsuppbót fyrir hvert orlofsár (1.maí til 30. apríl) miðað við fullt starf er: Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2019 verði orlofsuppbót kr. 50.000. Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2020 verði orlofsuppbót kr. 51.000. Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2021 verði orlofsuppbót kr. 52.000. Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2022 verði orlofsuppbót kr. 53.000. Eingreiðsla maí 2019 Á árinu 2019 greiðist eingreiðsla í formi sérstaks álags á orlofsuppbót, kr. 26.000. 5. gr. Ný grein, 2.1.5. orðist svo: Vinnutímastytting frá 1. janúar 2020 Frá 1. janúar 2020 kemur til framkvæmda vinnutímastytting, sem styttir vinnutíma starfsmanna um 45 mínútur á viku með því markmiði að ná fram gagnkvæmum ávinningi og bæta nýtingu vinnutíma þar sem því verður við komið. Verði ekki samið um aðra útfærslu á vinnustað eða við starfsmann verður vikuleg vinnutímastytting framkvæmd sem hálfur vinnudagur mánaðalega á tímabilinu 1. september til 31. maí (m.v. starfsmann í fullu starfi sem hefur jafna vinnuskyldu alla virka daga). Skipulag frítökunnar innan hvers mánaðar fer fram á hverjum vinnustað fyrir sig. 6. gr. Gr. 1.5. fellur niður frá og með 1. janúar 2021 þegar ný launatafla tekur gildi. Tilvísun til launaflokks 191 fellur þó brott 1. apríl 2020. 7. gr. Eftirtalin ákvæði falla niður frá og með 1. janúar 2021: Gr. 1.1.3. Gr. 1.1.4. Gr. 1.1.5. Gr. 1.1.6. 8. gr. Gr. 1.2.1. breytist svo frá 1. janúar 2020: Dagvinnukaup miðast við deilitölu 159,25 miðað við mánaðarlaun fyrir dagvinnu. 9. gr. Gr. 1.3. orðist svo frá og með 1. apríl 2020: 1.3.1 Yfirvinna er greidd með tímakaupi. Tímakaup fyrir yfirvinnu er 1,0385% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu, sbr. gr. 1.2.1. 1.3.2 Öll vinna, sem unnin er á stórhátíðum (nýársdag, páskadag, hvítasunnudag, jóladag og eftir kl. 12.00 á aðfangadag jóla og gamlársdag, föstudaginn langa

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==