Kjarasamningur SSF og SA - 1. april 2019 - 1. nóvember 2022
42 og 17. júní), greiðist með tímakaupi sem nemur 1,375% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu, sbr. gr. 1.2.1. 10. gr. Við gr. 1.7 Starfsmannaviðtöl bætist eftirfarandi texti: „..og niðurstaða viðtalsins liggi fyrir innan tveggja mánaða.“ 11. gr. Í gr. 2.2.2 fellur niður „1.1.3“ frá og með 1. janúar 2021. 12. gr. Ný grein, 2.2.4. orðist svo: Réttindi þeirra sem vinna hluta úr degi Starfsmenn sem vinna reglubundið hlutastarf (fyrirfram umsamið starf/starfshlutfall), hvort sem er hluta úr degi eða hlutastarf með öðrum hætti, skulu njóta sama réttar til greiðslu samningsbundinna og lögbundinna áunninna réttinda, svo sem um frídaga, veikinda- og slysadaga, uppsagnarfrests, starfsaldurshækkana, o.fl. , og þeir sem vinna fullan vinnudag og skulu greiðslur miðaðar við starfshlutfall og venjulegan vinnudag viðkomandi starfsmanns. Að öðru leyti vísast til laga um starfsmenn í hlutastörfum nr. 10/2004 eftir því sem við á. 13. gr. Ný grein, 2.7 orðist svo: Fastlaunasamningar Fastlaunasamningur er samningur um föst heildarlaun starfsmanns vegna allra starfa í þágu fyrirtækisins, þar með talið yfirvinnu. Samið er um væntanlegt vinnuframlag að baki fastlaunasamningum við ráðningu, sem getur verið mismunandi eftir þeim verk- efnum sem fylgja starfi, en tekið er þar tillit til álagspunkta í starfseminni, hvort sem þeir eru mánaðarlegir, árstíðabundnir, árlegir eða með öðrum hætti. Verði á hinn bóg- inn ófyrirséð, tilfallandi og tímabundið vinnuálag verulega umfram það sem eðlilegt má gera ráð fyrir getur starfsmaður óskað eftir að kjör fyrir það tímabil verði skoðuð. 14. gr. Grein 5.6.1. orðist svo: 5.6.1. Dagpeningagreiðslur til starfsmanna vegna ferða erlendis fylgi ákvörðunum Ferðakostnaðarnefndar ríkisins. 15. gr. Kafli 5.8 fellur úr samningi og seinni hluti 5.7.1. sem vísar til endurskoðunarnefndar. Í seinni hluta greinar 5.7.1. verður þess í stað „… fer skv. Ferðakostnaðarnefnd rikis- ins.“
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==