Kjarasamningur SSF og SA - 1. april 2019 - 1. nóvember 2022
43 16. gr. Gr. 6.1.3. orðist svo: 6.1.3 Lausráðnir starfsmenn eiga rétt til fullra launa í einn mánuð og hálfra launa í einn mánuð. 17. gr. Gr. 6.1.10 Veikindi barna, orðist svo: Fyrstu sex mánuði í starfi hjá vinnuveitanda er foreldri heimilt að verja tveimur dögum fyrir hvern unninn mánuð til aðhlynningar sjúkum börnum sínum undir 13 ára aldri, enda verði annarri umönnun ekki við komið. Eftir 6 mánaða starf verður rétturinn 12 dagar á hverju 12 mánaða tímabili. Foreldri heldur dag- vinnulaunum sínum, svo og vaktaálagi þar sem það á við. Sama á við um börn undir 16 ára aldri þegar veikindin eru það alvarleg að þau leiði til sjúkrahúsvistar í a.m.k. einn dag. Það er sameiginlegur skilningur aðila, að með foreldri sé einnig átt við fóstur- foreldri eða forráðamann, sem er framfærandi barns og komi þá í stað foreldris. 18. gr. Gr. 7.1.5. breytist svo: „hættir störfum“ verður „fellur af launaskrá“. 19. gr. 4. tl. gr. 7.1.8. breytist svo: „a.m.k. 6 mánuði ársins“ verði „og hefur gert það í a.m.k. 6 mánuði á síðustu 12 mánuðum“. 20. gr. Gr. 8.1.2 breytist svo frá 1. janúar 2020: 2% verður 5,5%. 21. gr. Gr. 8.2 breytist frá 1. júlí 2019 og verður svohljóðandi: 8.2 Styrktarsjóður 8.2.1 Fjármálafyrirtæki greiða 0,70% af mánaðarlaunum starfsmanns til Styrktar- sjóðs SSF. 22. gr. Gr. 8.3 breytist frá 1. júlí 2019 og verður svohljóðandi: 8.3 Menntunarsjóður 8.3.1 Fjármálafyrirtæki greiða 0,21% af mánaðarlaunum starfsmanns til Menntunar sjóðs SSF.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==