Kjarasamningur SSF og SA - 1. april 2019 - 1. nóvember 2022

44 23. gr. Samningsforsendur Kjarasamningur þessi byggir á sömu samningsforsendum og almennir kjarasamningar dags. 3. apríl 2019. Verði gerðar breytingar á samningsákvæðum almennra kjarasamn- inga eða samningstíma á grundvelli ákvæða um hagvaxtarauka og kauptaxtaauka eða forsenduákvæða framangreindra kjarasamninga skal sambærileg breyting gilda um samning þennan. Komi til þess að kjarasamningunum frá 3. apríl sl. verði sagt upp er heimilt að segja samningi þessum upp frá sama tíma. Tilkynna skal um uppsögn innan fimm virkra daga frá því almennum kjarasamningum er sagt upp. 24. gr. Gildistími og atkvæðagreiðsla Kjarasamningur þessi gildir frá 1. apríl 2019 til 1. nóvember 2022 og fellur þá úr gildi án sérstakrar uppsagnar. Tilkynna skal um afgreiðslu kjarasamninga í síðasta lagi 15. júní 2019. Reykjavík, 29. maí 2019 F.h. Samninganefndar SSF F.h. Samtaka atvinnulífsins Friðbert Traustason, formaður Álfheiður Sívertsen Ari Skúlason Katrín Júlíusdóttir Guðný S. Magnúsdóttir Helga Halldórsdóttir Oddur Sigurðsson Hafsteinn Bragason Bára Ingibergsdóttir Bergþóra Sigurðardóttir Daníel Reynisson

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==