Kjarasamningur SSF og SA - 1. april 2019 - 1. nóvember 2022
61 7. gr. Trúnaðarmenn og formaður starfsmannafélags skulu hljóta hæfilegan frítíma á óskert- um launum til nauðsynlegrar þátttöku á námskeiðum og fundum, er snerta störf þeirra sem slíkra, enda valdi það sem minnstri röskun á starfsemi bankans. 8. gr. Trúnaðarmönnum og formanni starfsmannafélags er heimilt að rækja félagsleg störf sín í vinnutíma og skulu þeim sköpuð starfsaðstaða með aðgangi að síma og til að ræða einslega við starfsmenn. 9. gr. Formaður starfsmannafélags, í samráði við stjórn þess og trúnaðarmannaráð, fylgist með og hefur tillögurétt um launabreytingar og framkvæmd kjarasamninga. Fulltrúar starfsmannafélags eiga rétt á að koma á fundi bankaráðs til þess að ræða málefni starfsmanna. 10. gr. Fundir bankastjórnar, starfsmannastjóra og fulltrúa starfsmanna, um almenn hags- munamál starfsfólks, skulu haldnir þegar annar hvor aðili óskar. 11. gr. Fundir með stjórnendum og deildarstjórum banka, og stjórn og/eða trúnaðarmönnum starfsmannafélags, einkum um skipulag og starfsemi bankans og áform um breytingar á því, skulu haldnir þegar tilefni gefst til og annar hvor aðili óskar. 12. gr. Aðilar geta hvenær sem er gert breytingar á samningi þessum, séu þeir um það sam- mála.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==