Kjarasamningur SSF og SA - 1. april 2019 - 1. nóvember 2022

9 1.1.2 Brot úr mánaðarlaunum reiknast þannig að deilt er með 21,67 í mánaðarlaunin og margfaldað með fjölda almanaksdaga annarra en laugardaga og sunnudaga frá upphafi til loka starfstíma. 1.1.3 Við röðun í launaflokka skal meðal annars tekið tillit til starfsaldurs og mennt- unar. Eitt ár í starfi jafngildir einum flokki í launatöflu. Starfsaldur er ákveðinn með hliðsjón af eftirfarandi: a) Störf hjá fjármálafyrirtæki reiknast að fullu. b) Störf hjá ríki, sveitarfélagi og öðrum aðilum reiknast að fullu, enda nýtist sú reynsla í starfinu. Með starfsaldri skv. þessari grein er átt við samfelldan starfstíma í a.m.k. 50% starfs í 3 mánuði eða lengur. (Fellur út úr kjarasamningi frá og með 1. janúar 2021) 2 1.1.4 Launaflokkar 111 – 123 eru aðeins ætlaðir lausráðnum starfsmönnum. Fastráðinn starfsmaður skal eiga rétt á launum ekki lægri en skv. launaflokki 131. Starfsmaður skal eiga rétt á launum ekki lægri en skv. launaflokki 132 þegar fjögurra ára starfsaldri er náð. (Fellur út úr kjarasamningi frá og með 1. janúar 2021) 2 1.1.5 Starfsmaður, sem starfað hefur í 3 ár í fjármálafyrirtæki, skal fá 4% álag á þau laun sem hann fær skv. grein 1.1.1. Eftir 5 ára starf verði þetta álag 7%, 7 ára starf 11%, 9 ára starf 14%, 12 ára starf 16% og eftir 15 ára starf 17%. Starfsmaður, sem tekið hefur háskólapróf, fær aldursálag samkvæmt þessari grein að hámarki 4 árum fyrr en ella, enda nýtist menntun hans í starfi. Heimilt er við ákvörðun starfsaldursálags að taka til greina starfstíma hjá öðrum vinnuveitendum en banka við hliðstæð störf, enda hafi sá starfstími eigi verið metinn til starfsaldursálags áður. Slíkur starfstími getur þó mest orðið 3 ár. (Fellur út úr kjarasamningi frá og með 1. janúar 2021) 2 1.1.6 Ákvæði greina 1.1.3 – 1.1.5 taka einnig til starfsmanna, sem ekki gegna fullu starfi. (Fellur út úr kjarasamningi frá og með 1. janúar 2021) 2 1.1.7 Það skal vera aðalregla að fastráðnir starfsmenn fái laun sín greidd fyrir fram fyrsta virkan dag hvers mánaðar en lausráðnir starfsmenn eftir á í lok hvers mánaðar eða fyrsta virkan dag þess næsta, nema um annað sé samið við hlutað- eigandi starfsmannafélag. 1.1.8 Við greiðslu launa til starfsmanns á hann rétt á að fá launaseðil merktan nafni sínu. Á launaseðli skulu tilgreind föst laun starfsmanns það tímabil, sem greiðslan tekur til, fjöldi yfirvinnustunda og sundurliðun einstakra tekju- og frádráttarliða sem leiða til útgreiddrar launafjárhæðar svo og frítökuréttur. 2 Frá og með 1. janúar 2021 fellur launataflan út úr kjarasamningnum. Nokkur ákvæði sem tengjast launatöflunni falla samhliða út úr samningnum.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==