Kjarasamningur SSF og SA - 1. nóvember 2022 - 31. janúar 2024

8 Fullt ársstarf telst í þessu sambandi 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof. Uppbótin greiðist þann 1. júní miðað við starfshlutfall og starfstíma á orlofsár- inu, öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30. apríl eða eru í starfi fyrstu viku í maí. Orlofsuppbót innifelur orlof, er föst tala og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum. Áunna orlofsuppbót skal gera upp samhliða starfslokum verði þau fyrir gjalddaga uppbótarinnar. 1.6 Starfsmannaviðtöl 1 Starfsmaður á rétt á viðtali við yfirmann einu sinni á ári um störf sín og hugsan- lega breytingu á starfskjörum. (Sjá meðfylgjandi bókun með leiðbeiningum um starfsmannaviðtöl í neðanmálsgrein). Óski starfsmaður eftir viðtali skal það veitt innan tveggja mánaða og niðurstaða viðtalsins liggi fyrir innan tveggja mánaða. 1 Fylgiskjal vegna starfsmannaviðtala (Bókun dags. 16. maí 2011) Í grein 1.7 í kjarasamningnum er kveðið á um að starfsmaður eigi rétt á viðtali við yfirmann einu sinni á ári um störf sín og hugsanlega breytingu á starfskjörum. Samningsaðilar leggja áherslu á að sá réttur sé virtur. Markmiðið með starfsmannaviðtali er að bæði yfirmaður og starfsmaður geti tjáð sig um starfið og tengd mál. Til að starfsmannaviðtalið verði sem gagnlegast er æskilegt að aðilar ræði þau málefni sem snúa að starfi starfsmanns, t.d. eftirfarandi umræðuefni: • Helstu verkefni í starfinu. • Starfiðsjálftogvinnuálag.Þekkingstarfsmannsins,fjöldiverkefna,verkefnastjórnunogánægjaístarfi. • Starfsumhverfi. Starfsskilyrði og vinnuaðstaða. • Samskipti. Við vinnufélaga, viðskiptavini og stjórnendur. Upplýsingaflæði. Starfsandinn á vinnustaðnum og endurgjöf næsta yfirmanns til starfsmanns. • Starfsþróun og markmið. Núverandi starfssvið, námskeið og markmið til t.d. 12 mánaða. • Önnur starfskjör.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==