Kjarasamningur SSF og SA - 1. nóvember 2022 - 31. janúar 2024

12 2.6.5 Óheimilt er að skipuleggja vaktir á laugardögum og sunnudögum eða öðrum frídögum, nema með sérstöku samkomulagi við viðkomandi starfsmanna- félag og/eða SSF. 2.6.6 Vinnuvökur skulu vera 6 – 10 klst. og skulu líða minnst 10 klst. til næstu vinnuvöku. Breytingar frá þessu eru heimilar með samkomulagi starfs- manna og forráðamanna fyrirtækis og með skriflegu samþykki viðkomandi starfsmannafélags. 2.6.7 Starfsfólk í vaktavinnu hefur ekki sérstaka matar- og kaffitíma. Starfsmönnum er þó heimilt að neyta matar og kaffis við vinnu sína á vaktinni ef því verður við komið starfsins vegna. Vegna takmörkunar þeirrar sem að ofan greinir á matar- og kaffitímum skal telja hverja vakt, sem unnin er til uppfyllingar viku- legri vinnuskyldu, 25 mín. lengri en raunverulegri viðveru nam. 2.6.8 Vinni vaktavinnumenn yfirvinnu eða aukavakt, skal til viðbótar unnum tíma greiða 12 mín. fyrir hvern unninn klukkutíma, nema starfsmaðurinn taki matar- og kaffitíma á vaktinni. Skulu þá þeir matar- og kaffitímar teljast til vinnu- tímans, allt að 12 mín. fyrir hvern fullan unninn klukkutíma. 2.6.9 Á þrískiptum vöktum skulu greiddar 15 mín. í samverutíma við hver vakta- skipti, enda yfirgefi starfsmaður ekki stöðu sína fyrr en eftir að vinnuvöku er lokið og næsti vaktahópur (vaktavinnumaður) hefur tekið við. 2.6.10 Starfsmenn, sem vinna reglubundna vaktavinnu, geta við 55 ára aldur fellt niður nætur- og útkallsvaktir, enda hafi þeir unnið a.m.k. 5 ár hjá stofnuninni á vöktum. Gæslustarf er undanskilið. 2.7 Fastlaunasamningar 2.7.1 Fastlaunasamningur er samningur um föst heildarlaun starfsmanns vegna allra starfa í þágu fyrirtækisins, þar með talið yfirvinnu. Samið er um væntanlegt vinnuframlag að baki fastlaunasamningum við ráðningu, sem getur verið mis- munandi eftir þeim verkefnum sem fylgja starfi, en tekið er þar tillit til álags- punkta í starfseminni, hvort sem þeir eru mánaðarlegir, árstíðabundnir, árlegir eða með öðrum hætti. Verði á hinn bóginn ófyrirséð, tilfallandi og tímabundið vinnuálag verulega umfram það sem eðlilegt má gera ráð fyrir getur starfs- maður óskað eftir að kjör fyrir það tímabil verði skoðuð.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==