Kjarasamningur SSF og SA - 1. nóvember 2022 - 31. janúar 2024

13 3 MATAR- OG KAFFITÍMAR, FÆÐI OG MÖTUNEYTI 3.1 Vinnuhlé í dagvinnu 3.1.1 Matartími, 30 mín., skal vera á tímabilinu 11:30–13:30. Ef mötuneyti er ekki fyrir hendi skal matartími vera ein klst. á sama tímabili án lengingar dag- vinnutímabils. 3.1.2 Heimilt er að lengja, stytta eða fella niður matar- og kaffitíma með samkomulagi fyrirtækis og þeirra starfsmanna sem í hlut eiga og stjórnar starfsmannafélags. 3.1.3 Sé matartíma á dagvinnutímabili breytt samkvæmt grein 3.1.2 lýkur dagvinnu- tímabilinu þeim mun síðar eða fyrr. 3.1.4 Á venjulegum vinnudegi skal vera 20 mín. kaffihlé og telst það til vinnutímans. 3.1.5 Starfsmaður skal eiga rétt á fullri klst. í matarhléi, enda þótt mötuneyti sé til staðar, þegar heilsufarslegar ástæður krefjast þess að mati trúnaðar­ læknis fyrirtækis. 3.2 Vinnuhlé í yfirvinnu 3.2.1 Sé unnin yfirvinna, skulu matartímar vera ein klst. á tímabilinu kl. 19–20 að kvöldi, kl. 03–04 að nóttu og kl. 11:30–13:30 á frídögum skv. grein 2.3.2. Matartímar þessir á yfirvinnutímabili teljast til vinnutímans. Matartímar í yfir- vinnu hjá starfsmönnum, sem vinna til kl. 19:15 skv. grein 2.2.3, eru að kvöldi frá kl. 19:15–20:15. 3.2.2 Sé unnin yfirvinna eða aukavakt, skulu kaffitímar vera kl. 21:00–21:20, 24:00–00:20, 05:40–06:00 og 07:40–08:00. Kaffi- og matartímar í yfirvinnu á tímabilinu kl. 08:00–17:00 skulu vera þeir sömu og í dagvinnu. 3.3 Fæði og mötuneyti 3.3.1 Starfsmenn skulu hafa aðgang að matstofu þar sem því verður við komið og samstaða er um hjá hlutaðeigandi starfsfólki og forráðamönnum vinnustaðar.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==