Kjarasamningur SSF og SA - 1. nóvember 2022 - 31. janúar 2024
19 6.1.7 Starfsmenn, sem verða að hætta starfi vegna varanlegrar örorku, fá greidd 4 mánaða laun. 6.1.8 Hvert fjármálafyrirtæki ræður lækni til þess að annast nauðsynlegt eftirlit með heilbrigði og heilsuvernd starfsmanna og er hann jafnframt trúnaðar- læknir fyrirtækisins einnig að því er varðar framkvæmd eftirlits með fjarvistum vegna veikinda. 6.1.9 Reynt skal að fyrirbyggja að tækniþróun leiði til nýrra atvinnusjúkdóma. Fyrir- tækin greiða allan kostnað við nauðsynlega læknisskoðun, s.s. augnskoðun þeirra starfsmanna sem vinna við tölvuskjái, eigi sjaldnar en einu sinni á ári. Fyrirtækin greiða læknisvottorð starfsmanna. 6.1.10 Fyrstu sex mánuði í starfi hjá vinnuveitanda er foreldri heimilt að verja tveimur dögum fyrir hvern unninn mánuð til aðhlynningar sjúkum börnum sínum undir 13 ára aldri, enda verði annarri umönnun ekki við komið. Eftir 6 mánaða starf verður rétturinn 12 dagar á hverju 12 mánaða tímabili. Foreldri heldur dag- vinnulaunum sínum, svo og vaktaálagi þar sem það á við. Sama á við um börn undir 16 ára aldri þegar veikindin eru það alvarleg að þau leiði til sjúkrahúsvistar í a.m.k. einn dag. Það er sameiginlegur skilningur aðila, að með foreldri sé einnig átt við fóstur- foreldri eða forráðamann, sem er framfærandi barns og komi þá í stað foreldris. 6.2 Fæðingarorlof 6.2.1 Fjármálafyrirtæki greiðir fastráðnum starfsmanni í lögbundnu fæðingarorlofi mismun á óskertum launum sbr. gr. 6.1.4 og greiðslum frá Fæðingarorlofssjóði, þó aldrei hærri fjárhæð en sem, nemur mismun á greiðslum frá Fæðingarorlofs- sjóði og viðmiðunarþaki sjóðsins eins og það er á hverjum tíma, nú skv. 3. mgr. 13. gr. laga nr. 95/2000. Sama greiðsla skal innt af hendi ef fastráðinn starfsmaður tekur kjörbarn og hefst orlofstaka strax og tekið er við barninu í fóstur. Sama greiðsla skal innt af hendi í tveggja mánaða fæðingarorlofi vegna fósturláts eftir 18 vikna meðgöngu og í þriggja mánaða fæðingarorlofi ef um andvana fæðingu er að ræða eftir 22 vikna meðgöngu. Ef um fjölburafæðingu er að ræða skal greiðslutímabil fjármálafyrirtækisins lengjast samsvarandi og greiðsluskylda Fæðingarorlofssjóðs. Sama gildir ef fleiri en eitt barn eru tekin í fóstur á sama tíma. Greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi falla niður frá þeim degi sem foreldrar láta frá sér barn vegna ættleiðingar, fósturs eða til varan- legrar dvalar á stofnun. Í þessum tilvikum skulu greiðslur þó aldrei inntar af hendi í skemmri tíma en 2 mánuði. Enn fremur framlengist greiðsluskylda fyrirtækisins í fæðingarorlofi um allt að 2 mánuði sé um að ræða alvarlegan sjúkleika barns sem krefst nánari umönnunar foreldris. Slík þörf skal rökstudd með læknisvottorði og staðfest af trúnaðarlækni. Sé lengri fjarvera nauðsynleg að dómi trúnaðarlæknis skal meta þær samkvæmt ákvæðum um veikindadaga sbr. grein 6.1.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==